Guðni Halldórsson klippari deilir á Twitter myndbandi sem hann segir vera tekið upp í Landakotskirkju. Lögreglan hefur ítrekað þurft að mæta þangað nýlega vegna sóttvarnabrota.
Á myndbandinu má sjá hvernig presturinn matar gesti án hanska, sem trúaðir kalla að færa oblátu í munn. Yfir fimmtíu manns voru komnir saman við messu sem fór fram á pólsku í kirkjunni.
Guðni skrifar: „Stjórnvöld: núna er heimsfaraldur og við skulum passa fjarlægð og snertingar…
Kirkjan: Þegar þú talar um fjarlægð og snertingar…á ég þá ekki að mata hóp af fólki með höndum mínum og næstum troða puttunum mínum upp í þau…“
Patrick Breen, staðgengill biskups, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hlyti að vera í lagi að 50 manns kæmi í messu því allir væru með grímu og tveggja metra reglan væri virt. Svo er nokkuð augljóslega ekki, ef marka má myndband Guðna.
Patrick Breen var spurður hvort kirkjan myndi tekja inn tíu kirkjugesti og loka svo. Því svaraði hann:
„Tíu, nei. Annars lokum við kirkjunni. Við bönnum fólki ekki að koma í kirkju. Við munum ekki hafa messur og telja tíu inn. Nei, það kemur ekki til greina. Seinna tölum við kannski við biskup og sjáum hvað við getum gert.“.
Stjórnvöld: núna er heimsfaraldur og við skulum passa fjarlægð og snertingar…
Kirkjan: Þegar þú talar um fjarlægð og snertingar…á ég þá ekki að mata hóp af fólki með höndum mínum og næstum troða puttunum mínum upp í þau… pic.twitter.com/TBF0k6guEO— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 3, 2021