Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Guðni Th. endurkjörinn með yfirburðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jóhannesson er endurkjörinn forseti Íslands með 92,2 prósent atkvæða, eða 150.913 atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans fékk 7,8% prósent atkvæða, eða 12.797 atkvæði.

Auðir eða ógildir seðlar voru 5.111.

Lokaniðurstöður lágu fyrir í morgun þegar búið var að telja öll atkvæði í Suðvesturkjördæmi.

Kjörsókn var 66,9 prósent; 168.821 greiddu atkvæði en 252.267 eru á kjörskrá.

Þetta er í fyrsta sinn sem forseti fær mótframboð eftir fyrsta kjörtímabil sitt.

- Auglýsing -

„Ég þótt­ist viss um það að sá stuðning­ur, sú vel­vild og sá hlýhug­ur sem ég hef notið und­an­far­in fjög­ur ár hyrfi ekki á svip­stundu þegar drægi að for­seta­kjöri,” sagði Guðni í viðtali við RÚV í gærkvöldi.

Nú er talningu á öllum atkvæðum, sem greidd voru í forsetakosningunum í gær, lokið í öllum kjördæmum. Eins og skoðanakannanir bentu til var niðurstaðan mjög afgerandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, hlaut 92,2 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8 prósent atkvæða. Kjörsókn var dræm eða 66,9% á landsvísu.

Svona voru úrslitin í einstökum kjördæmum:

- Auglýsing -

Norðvesturkjördæmi:

Á kjörskrá voru 21.511.

Kjörsókn var 69,2% en 14.888 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 1.150 atkvæði eða 8%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 13.301 atkvæði eða 92%.

Auð og ógild atkvæði voru 437.

Norðausturkjördæmi:

Á kjörskrá voru 29.695.

Kjörsókn var 69,1% en 20.514 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 1.317 atkvæði eða 6,6%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 18.535 atkvæði eða 93,4%.

Auð og ógild atkvæði voru 662.

Reykjavíkurkjördæmi norður:

Á kjörskrá voru 46.059

Kjörsókn var 65% en 29.950 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 2.259 atkvæði eða 7,8%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 26.800 atkvæði eða 92,2%.

Auð og ógild atkvæði voru 891.

Reykjavíkurkjördæmi suður:

Á kjörskrá voru 44.818.

Kjörsókn var 66,5% en 29.788 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 2.334 atkvæði eða 8,1%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 26.549 atkvæði eða 91,9%.

Auð og ógild atkvæði voru 905.

Suðurkjördæmi:

Á kjörskrá voru 37.489.

Kjörsókn var 64,6% en 24.221 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 2.276 atkvæði eða 9,7%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 21.098 atkvæði eða 90,3%.

Auð og ógild atkvæði voru 847.

Suðvesturkjördæmi:

Á kjörskrá voru 72.695.

Kjörsókn var 68% en 49.460 greiddu atkvæði.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 3.461 atkvæði eða 7,2%.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 44.630 atkvæði eða 92,8%.

Auð og ógild atkvæði voru 1.369.

Á landsvísu skiptust atkvæðin svona:

Greidd atkvæði voru 168.821.

Guðmundur Franklín Jónsson fékk 12.797 atkvæði.

Guðni Th. Jóhannesson fékk 150.913 atkvæði.

Auðir seðlar voru 4.043.

Ógildir seðlar voru 1.068.

Kjörsókn var 66,9%.

252.267 voru á kjörskrá og greiddu 168.821 atkvæði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -