Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Guðný fæddi þrjá andvana syni: „Ég er endalaust sorgmædd, það er búið að særa mig svo mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eggjastokkar mínir höfðu ekki þroskast vegna neyslunnar og mér hafði verið sagt að ég gæti ekki eignast barn. Ég var þvi komin meira en 3 mánuði á leið er þetta uppgvötaðist. Þá kom í ljós að maðurinn minn var með litningagalla og yrði ég því að fara í legvatnsstungu. Að endingu kom í ljós að barnið hafði erft þennan litningagalla og fæddi ég andvana son, nánast fullburða”.

Guðný segir það hafa verið ólýsanlega skelfilegt að horfa á látinn son, sinn svo fallegan. Tveir andvana drengir með sama litningagalla fæddust í kjölfarið. „Þetta voru voðaleg ár, ég var í sífelldu bindindi en gat svo allt í einu verið stödd með áfengisglas í hendinni”.

Að því kom að Guðný fæddi lifandi barn, telpu, og fylgdu önnur þrjú í kjölfarið, tveir drengir og ein telpa. Guðný hætti að drekka og hefur ekki smakkað áfengi í tæp 40 ár. Eftir 10 áfengismeðferðir tókst manni hennar einnig að hætta að drekka en hjónabandið versnaði þó sífellt.

„Hann var með mér verri edrú en fullur og framhjáhaldið var stöðugt.  Ég var í raun ein með fjögur börn en enginn sem ég bað um svaraði ákalli mínum um hjálp því enginn vildi blanda sér í okkar mál. Hann flutti síðan loksins út haustið 1995 og ég var því ótrúlega þakklát. Aftur á móti vissi ég ekki að þrautaganga mín væri í raun að byrja“.

Einlæga frásögn Guðnýjar um erfið æskuár, áfengið og barnamissinn í Kvöldviðtali Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -