Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Guðný læknir segist misnotuð 9 ára af fyrrverandi þingmanni: „Nuddaði bringuna og klofið á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðný Bjarnadóttir læknir segist hafa verið ítrekað mistnotuð kynferðislega þegar hún var aðeins 9 ára gömul. Gerandinn hafi verið Kristinn E. Andrésson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri Tímarits Máls og menningar.

Guðný greinir frá þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hún segist vilja skila skömminni, nú sextíu árum eftir brotin. Brotin segir hún að hafi átt sér stað bæði á heimili Kristins sem og heima hjá henni þar sem þingmaðurinn og ritstjórinn fyrrverandi var vinur foreldra Guðnýjar.

„Ég finn mig knúna til að segja frá, staðreyndir sem hafa elt mig allt lífið þó að ég hafi sem betur fer ekki látið það eyðileggja fyrir mér meira en nauðsynlegt er þegar barn ber leyndarmál sem ekki einu sinni mamma og pabbi mega vita um. Þegar ég var níu ára fékk ég boð frá Kristni og Þóru um að koma heim til þeirra að lesa Sálminn um blómið. Þegar ég var búin að koma mér fyrir í stóra sófanum í fínu stofunni hjá Kristni og Þóru lét Þóra sig hverfa fram en Kristinn varð eftir í stofunni. Áður en ég vissi af færði hann sig að mér, tók bókina af mér og lét mig standa upp þétt að sér. Hann þuklaði mig alla og rak tunguna upp í munninn á mér. Þetta ætlaði engan enda að taka. Hann hélt áfram drykklanga stund, stundi þungan, talaði um hve falleg augu ég væri með og nuddaði bringuna og klofið á mér,“ segir Guðný og heldur áfram:

„Þegar hann loks sleppti mér fór ég fram þar sem ég sá að Þóra var að skipta á rúmum og ég sagðist þurfa að fara heim. Þá kom ekkert annað til greina en að Kristinn æki mér heim. Á leiðinni stöðvaði Kristinn bílinn á Sogaveginum, andaði þungt, ótt og títt og spurði hvort ég vildi koma með sér upp í Heiðmörk.“

Kristinn var þingmaður og ritstjóri.

Þegar heim var komið sagði Guðný foreldrum sínum ekki frá þessu. Hún lýsir því að til þess hafi hún einfaldlega skammast sín of mikið og verið sem lömuð. „Nokkrum mánuðum síðar gekk ég beint í flasið á Kristni á mínu eigin heimili þar sem ég taldi mig óhulta. Ég upplifði mikla skelfingu um leið og hann greip mig og viðhafði sömu hegðun og heima hjá honum eins og áður er lýst. Þegar hann var búinn að fá nóg fór hann og skildi eftir bók sem hann ætlaði að gefa okkur, segir Guðný sem nú loksins, sextíu árum eftir misnotkunina, þorir að skila skömminni:

„Ég þagði yfir þessu og skammaðist mín í áratugi. Skammaðist mín fyrir minningu sem ég bað ekki um og gat ekkert að gert. Ég sagði maka mínum frá þessu en aldrei foreldrum mínum. Ég ákvað að þau fengju að deyja án þess að heyra þetta. Sjálf vona ég að mér takist nú að skila skömminni frá mér, nú loksins þegar ég kem mér að því að skrifa um þessa lífsreynslu, sem ég hefði svo sannarlega viljað vera án þegar ég var níu ára gömul, nú sextíu árum síðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -