Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Guðrún gagnrýnd fyrir að villa á sér heimildir: „Þú hangir með þessu liði á kvöldin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ertu eitthvað illa gefin?,“ sagði Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni- og fjölskyldufræðingur við blaðamann Mannlífs fyrr í vikunni áður en hún sleit símtalinu. Rétt er að geta þess að Guðrún lauk einnig námi við Sáttamiðlaraskólann og er á skrá sem sáttamiðlari inn á vef Sáttar. Hefur Guðrún verið sökuð um brot í starfi sínu sem ganga meðal annars út á alvarleg brot á trúnaði.

Guðrún hefur orðið fyrir töluverðri gagnrýni á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna meintra brota í starfi og hefur hlutleysi, fagmennska hennar verið dregin í efa. Þá hefur verið vakin athygli á því að hún hafi nýverið borið vitni í forsjásmáli og frásögn hennar talin hafa haft áhrif á niðurstöðu dómsins.

Mannlíf fjallaði um málið en vegna skemmdarverka á vef Mannlífs á föstudag hefur því miður ekki tekist að endurheimta fyrri frétt um málið.

Guðrún óskaði eftir því að tjá sig um málið eftir að fyrri frétt birtist og hafði blaðamaður samband við hana. Vert er að taka fram að ítrekað hafði verið reynt að ná í Guðrúnu fyrr um daginn án árangurs.

„Hvað erum við að tala um, um hvað snýst þetta eiginlega?,“ sagði Guðrún í upphafi símtalsins og óskaði eftir því að fá upplýsingar hverjir sendu ábendingar til Mannlífs.
Blaðamaður sagðist bundinn trúnaði með slíkar upplýsingar.

„Ert þú í einhverjum af þessum hópum, öfgar eða líf án ofbeldis og þessu dóti öllu?,“ spurði Guðrún og bætti við við að meirihluti þess sem birtist í fréttinni væri bull.
Aðspurð hvort hún væri ráðgjafi hjá barnavernd sagði Guðrún svo vera.
„Já, ég er það, ég er ekki að starfa, ég vinn ekki sko, ég er ekki á launum þar, ég er verktaki“.

- Auglýsing -

Kannaðist Guðrún ekki við að hafa nafngreint manneskju í tengslum við hennar starf og þannig brotið trúnað. Þá krafðist hún þess að fá að vita hvaða samtal um væri að ræða. Í annað sinn var henni tjáð að blaðamaður væri bundinn trúnaði og gæti ekki gefið upp slíkar upplýsingar.
„Hvað helduru að ég sé þá í barnaverndarmáli sem að fer fyrir dóm?,“ sagði Guðrún þá.
Blaðamaður spurði þá hvort hún gæti sagt að hún hafi aldrei brotið siðareglur að henni vitandi.
„Það er bara þannig, ég er ekki að nafngreina mína skjólstæðinga neinstaðar útí bæ.“
Blaðamaður: „og ekki foreldra skjólstæðinga heldur?“
Guðrún: „nei, nei“
Blaðamaður: „þú hefur aldrei gert það?“
Guðrún: „bara nei“.

Í gögnum sem Mannlíf hefur undir höndum eru meðal annars skjáskot af samskiptum Guðrúnar við aðra manneskju sem ekki tengist málinu.
Þar nafngreinir hún móður barns sem var hennar skjólstæðingur, segir frá samskiptum þeirra og lýsir aðstæðum. Guðrún segir gagnrýnina á samfélagsmiðum einelti í sinn garð.

strokað hefur verið yfir nafnið á skjáskotinu

„Þetta einelti gegn mér sem er búið að vera í gangi núna af hendi öfga,líf án ofbeldis og þetta lið allt þarna, sem þú ert örugglega hluti af, ég heyri það“.
Bætti hún við að blaðamaður væri kominn á band ofbeldisfólks með umfjöllun sinni. Þegar blaðamaður hugðist svara fyrir bætti Guðrún við:
„Þetta eru allt vinkonur þínar, þú hangir með þessu liði á kvöldin ég heyri það bara hvernig þú talar að þú ert með sama lingóið og þessar kellingar þarna“.
Blaðamaður sagði svo ekki vera og hélt áfram að spyrja en endaði Guðrún þá samtalið með eftirfarandi orðum:
„Hlustaðu á það sem ég segi, ertu illa greind eða hvað er málið?“.

- Auglýsing -

Guðrún birti myndir af skírteinum á Facebook síðu sinni á dögunum. Um er að ræða prófskírteini en eitt þeirra er frá Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Á myndinni má aðeins sjá brot af skírteininu.

Myndina birti Guðrún á Facebook síðu sinni

Mannlíf hafði samband við Ingunni Hansdóttur, yfirsálfræðing SÁÁ sem sagði áfengis- og vímuefnaráðgjafa lögverndað starfsheiti. Námið tæki þrjú ár og að því loknu væri útgefið starfsleyfi frá landlækni.
„Það sem ég get staðfest, þá er þetta hlutapróf sem hún er að birta þarna, ekki fullnustupróf,“ sagði Ingunn og bætti við að hafi Guðrún starfað hjá SÁÁ sem ráðgjafi þá hafi hún verið undir handleiðslu sem ráðgjafanemi.

Mannlíf hafði aftur samband við Barnavernd til þess að ganga úr skugga um það hvort Guðrún væri mögulega verktaki.
„Hún er ekki starfsmaður hjá Barnavernd og ég kannast ekki við það að hún sé verktaki heldur,“ sagði starfsmaður Barnaverndar.
Aðspurð sagði starfsmaðurinn að fólk væri ekki starfsmenn eða verktakar Barnaverndar þó svo þau greiði þjónustu þeirra.
„Alls ekki, við náttúrulega greiðum allskonar þjónustu fyrir fólk eins og þú segir,“ sagði hún kannaðist ekki við störf Guðrúnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -