Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Guðrún Aspelund: „Getum alls ekki útilokað að hér á Íslandi komi upp smit vegna Delta-afbrigðisins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er alveg möguleiki á því að Delta-afbrigðið – sem er að breiðast hratt út um heim allan – nái til Íslands“, segir Guðrún Aspelund yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá Embætti landlæknis í samtali við mannlif.is.

„Alpha-afbrigðið var ríkjandi hér á landi, en það gerist hjá veirum að þær breyta sér og verða sterkari,“ segir Guðrún og bætir við:

„Við getum alls ekki útilokað að hér á Íslandi komi upp smit vegna Delta-afbrigðisins; við erum búin að létta á takmörkunum innanlands og erum enn með og höldum áfram að vera með harðar aðgerðir á landamærunum,“ segir Guðrún og heldur áfram:

„Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við getum ekki haldið veirunni algjörlega frá landinu; erum að greina fólk á landamærunum með öflugri rakningu og sýnatöku. Við verðum að treysta á bólusetningarnar og það að fólk fari enn varlega, því við gerum alveg ráð fyrir að það geti komið upp smit vegna Delta-afbrigðisins hér á landi.“

Guðrún vonast til að þær öflugu aðgerðir sem beitt er hér á landi minnki áhættuna mikið á því að þetta hættulega afbrigði skjóti rótum á Íslandi.

„Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að forðast útbreiðslu, en ef það tekst ekki yrðum við klárlega að grípa aftur til harðra aðgerða – sem við þekkjum svo mætavel frá því að Covid-faraldurinn byrjaði að herja á okkur og umheiminn.“

- Auglýsing -

Finnst þér þá að við hér á landi ættum ekki að missa okkur í gleðinni vegna afléttinganna?

„Fólk ætti áfram að sýna varúð, það er í lagi að gleðjast en vert er að hafa í huga að baráttunni við veiruna er hvergi nærri lokið,“ segir Guðrún og nefnir að „áhættan hvað varðar þennan faraldur er mest í tengslum við ferðalög.“

Hún segir varðandi bólusetningar að „þar stöndum við Íslendingar vel að vígi, en hafa ber í huga að þannig er staðan ekki í öllum löndum; það á eftir að bólusetja gífurlega marga í heiminum og sum lönd hafa einungis náð að bólusetja um það bil með fimm prósent þegna sinna,“ segir Guðrún að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -