Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Guðrún biskup berst fyrir hagsmunum transfólks: „Svolítið flókið að strákurinn minn væri nú stelpa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta var svolítið flókið til að byrja með; að strákurinn minn væri nú stelpa og það tók svolítinn tíma að venjast því. En fyrst og fremst fann ég fyrir svo sterkri þörf fyrir að vernda hana og hjálpa henni á þessari vegferð,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, í viðtali við Heimildina um þá lífsreynslu sína að sonur hennar kom út úr skápnum sem trans. Þegar sonur hennar, sem nú heitir Frigg, sagði móður sinni frá þessari stöðu fyrir nokkrum árum leitaði hún ráðgjafar tveggja presta
„Ég gat rætt við þau um þetta allan tímann. Það var ákaflega dýrmætt að geta speglað þetta frá öllum hliðum við þessa góðu vini mína sem eru vel gerðar, skynsamar, heilsteyptar og trúaðar manneskjur. Það skipti miklu máli,“ sagði Guðrún við Heimildina.
Biskup Íslands hefur öðlast mikinn skilning á aðstæðum trans fólks. Hún segir að dóttir hennar muni þurfa að kljást við fordóma og ýmis vandamál vegna stöðu sinnar.

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, berst fyrir hagsmunum transfólks.

„Framtíð hennar verður aldrei auðveld. Hún verður aldrei hrein og bein og slétt og felld sem þýðir, myndi ég halda, að hlutverk okkar sem foreldra sé enn mikilvægara þar sem
trans barn þarf að ganga í gegnum svo miklar breytingar. Hún mun væntanlega alltaf þurfa stuðning okkar eins og auðvitað öll börn en aðeins með öðrum hætti vegna þess að hún mun væntanlega verða fyrir einhverjum fordómum.“
Hún hefur velt því fyrir sér hvað það geri með sjálfsmyndina að vera foreldri transbarns.
„Það eru þó nokkrir prestar sem eiga trans börn eins og fólk í öllum stéttum
og úti um allt. Ég vil lifa lífi sem er einfalt og koma til dyranna eins og ég
er klædd. Ég er stolt móðir trans barns,“ segir Guðrún og segir það krefjast hugrekkis að koma út sem trans manneskja.

Ítarlegt og einlægt viðtal Svövu Jónsdóttur blaðamanns er við Guðrúnu í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -