Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Guðrún Helga er látin langt fyrir aldur fram: Í hópi bestu blaðamanna landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hún var algjör keppnismanneskja, en um leið mjög góður félagi og þolinmóð gagnvart erfiðleikum mínum að ganga á fjöll, enda hafði ég verið stórreykingamanneskja í 30 ár.“

Þetta segir Anna Kristjánsdóttir sem búsett er á Teneriefe. Í fallegum pistli á samfélagssíðu sinni minnist hún Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur blaðamanns og ökuleiðsögumanns. Guðrún Helga naut virðingar innan stéttarinnar og var um skeið formaður Félags fjölmiðlakvenna. Guðrún lést síðastliðinn laugardag eftir erfið veikindi, aðeins 57 ára að aldri.

Guðrún Helga var vinsæll leiðsögumaður og rithöfundur og í hópi okkar bestu fjölmiðlamanna. Þá var hún tilnefnd til blaðamannaverðlauna árið 2003 í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins. Þá starfaði Guðrún Helga fyrir Frjáls verslun og kortlagði viðskiptaveldi Gaums og fékk sérstakt hrós fyrir að setja það fram á myndrænan og skýran hátt. Guðrún Helga kom víða við á sínum ferli, ritstýrði Neistanum, skrifaði fyrir SÁÁ blaðið, ritstýrði Vikublaðinu Reykjavík, var blaðamaður á Fréttablaðinu og Fréttatímanum. Þá sendi Guðrún frá sér vinsæla bók fyrir erlenda ferðamenn um hefðbundna íslenska matargerð.

Guðrún Helga var vel menntuð og lærði blaðamennsku í Svíþjóð og alþjóðastjórnmál í Helsinki. Guðrún var einnig mikil útivistarmanneskja og þótti frábær leiðsögumaður. Í samtali við Fréttablaðið í júlí 2004, beðin um að lýsa sínum lífstíl, sagði Guðrún:

„Ég er með líkamsrækt á heilanum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig. Ég fer að jafnaði þrisvar í viku í ræktina, hef gert það síðustu fimm árin. Svo stefni ég á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst eins og ég hef gert síðustu þrjú árin.“

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir minnist vinkonu sinnar í fallegum pistli á Facebook-síðu sinni. Við gefum Önnu orðið:

„Það var vorið 2006 að mig minnir sem ég var stödd í kaffi hjá Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur blaðamanni og síðar leiðsögumanni í Hafnarfirði og hún vildi fá mig út í labbitúr í kringum Ástjörn. Stuttur labbitúr getur ekki gert neinum neitt nema gott og áður en varði var hún búin að draga mig með upp á toppinn á Ásfjalli.

- Auglýsing -

Það var erfið ganga og ég stóð á öndinni af mæði er upp var komið þótt fjallið væri einungis 127 metra hátt, enda hafði ég ekki farið á fjall í fjölda ára eða frá unglingsaldri. Eitthvað gerðist samt innra með mér, því áður en sumarið var liðið hafði henni tekist að fá mig á flest fjöll í nágrenni Reykjavíkur, tvö Helgafell, Grímmannsfell, Esjuna, Vífilsfell, Keili og fleiri.

Ekki var staðnæmst með þessu heldur voru fleiri fjöll farin á næstu árum, meðal annars Fimmvörðuháls frá Básum. Þarna má segja að áhugi minn á göngum í hálendi hafi verið vakinn þökk sé Guðrúnu Helgu.

Hún var algjör keppnismanneskja, en um leið mjög góður félagi og þolinmóð gagnvart erfiðleikum mínum að ganga á fjöll, enda hafði ég verið stórreykingamanneskja í 30 ár. Það var auðvitað margt annað brallað saman, meðal annars mæting í Bjórskólann og þau voru ófá skiptin sem við hittumst niðri í bæ, á kaffihúsi, eða bara heima hjá hvorri annarri, enda var hún ein af mínum uppáhaldsvinkonum.

Í dag mun ég ganga á hið 429 metra háa Montana Guaza til heiðurs og í minningu Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur, en hún lést síðastliðinn laugardag af völdum krabbameins, einungis 57 ára að aldri.

Ég vil votta eiginmanni hennar, Friðrik Friðrikssyni og börnum, þeim Aldísi Evu og Degi Páli, uppáhaldinu hennar og barnabarni, Emelíu Rut, sem og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -