Guðrun Hafsteinsdóttir, einn eigenda Kjöríss, sækir mikil völd í lífeyrissjóðina þar sem hún deilir og drottnar með eigur almennra launþega, meðal annars sem varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Ákveðinn hópur atvinnurekenda með Guðrúnu í öndvegi hefur náð gríðarlegum völdum með því að koma sér inn í stjórnir sjóðanna og það kerfi sem fer með eigendavald á lífeyri almennings. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst yfir vantrausti á Guðrúnu sem barðist hatrammlega fyrir því að sjóðurinn leggði milljarða króna í Icelandair en varð undir þar sem fulltrúar launþega í sjóðnum sögðu nei vegna framgöngu flugfélagsins gagnvart flugfreyjum. Krafðist Guðrún í framhaldinu rannsóknar á framgöngu VR og Ragnars varðandi sjóðinn.
Það er mörgum óskiljanlegt að það kerfi skuli vera við lýði að atvinnurekendur skipi stjórnir sjóðanna og séu jafnvel leiðandi sem formenn. Þetta er fólkið sem á hagsmuna að gæta við að fá fjármagn inn í fyrirtæki sín. Þetta kerfi um aðild vinnuveitenda er ævagamalt og dæmi um inngróna spillingu þar sem peninganna verðir fljúga hátt á vængjum launþega. Óljóst er hvaða áhrif vantraust Ragnars hefur á störf Guðrúnar í Kjörís …