Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Guðrún Ögmundsdóttir látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Ögmundsdóttir baráttukona og fyrrum þingmaður lést á líknardeild Landspítalans í gær, að morgni gamlársdags. Hún var 69 ára að aldri.

Guðrún greindist með krabbamein síðustu áramót og var langt komin með lyfjameðferð við því þegar hún var í forsíðuviðtali Mannlífs 20. september.

„Já, ég er með krabbamein, á ýmsum stöðum,“ segir hún. „Þetta uppgötvaðist svo seint. Ég hafði verið meira og minna hálflasin um tíma en samt auðvitað alltaf í vinnunni. Ég kláraði verkið sem ég var að vinna að um áramótin og eftir það versnaði mér hratt. Fyrst hélt ég að ég væri rifbeinsbrotin, en það var auðvitað ekki þannig. Meinið var búið að dreifa sér í beinin og á fleiri staði. Þetta er bara pakki sem maður fer í gegnum og ég er á æðruleysisskútunni hér. Mér finnst mér ekki nokkur vorkunn. Ég var yfirfélagsráðgjafi á krabbameinsdeild kvenna áður en ég fór í pólitíkina og það rifjast ýmislegt upp þegar maður er kominn þangað sjálfur. Það er alveg dásamleg þjónusta hérna við fólk með alvarleg veikindi, ég held það sé nánast einstakt. Þótt það sé ýmislegt annað að í ýmsum kerfum þá er utanumhaldið á krabbameinsdeildinni algjörlega til fyrirmyndar. Ég er mjög þakklát fyrir það.“

Guðrún var fædd í Reykjavík 19. október 1950. Hún lauk námi í félagsfræði og félagsráðgjöf frá Roskilde Universitetscenter 1983, framhaldsnám við sama skóla í fjölmiðlafræði 1983–1985, cand. comm.-próf 1985. Guðrún vann fjölda starfa fyrir og eftir nám sitt, en hún var alþingismaður Reykvíkinga 1999–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2007 (Samfylkingin).

Guðrún barðist alla sína ævi fyrir réttindum minnihlutahópa og þeirra sem minna mega sín. Í sumar hlaut hún fálkaorðuna og í september var hún sæmd heiðursmerki Samtakanna ’78 fyrir baráttu sína.

- Auglýsing -

Guðrún skilur eftir sig eiginmann, Gísla Víkingsson, hvalasérfræðing hjá Hafrannsóknarstofnun, tvö uppkomin börn og þrjú barnabörn. Í viðtalinu við Mannlíf sagði Guðrún að hún hefði aldrei getað gert allt það sem hún hefur afrekað ef hún hefði ekki haft það dásamlega bakland sem Gísli hafi veitt henni.

Mannlíf sendir fjölskyldu og ástvinum Guðrúnar samúðarkveðju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -