Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, Guðrún Hafsteinsdóttir, hlakkar til að setjast í ráðherrastól, eins og henni hefur verið lofað af flokksforystunni; þó veit Guðrún ekki hvenær það gerist.
Greint var frá því eftir síðustu kosningar að Guðrún myndi taka við dómsmálaráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni átján mánuðum eftir kosningar.
Það er því sérkennilegt að enn er alls óljóst hvenær ráðherraskiptin munu eiga sér stað.
„Nei, ég hef engar nákvæmar upplýsingar um það hvenær ráðherraskiptin verða, en þau verða á vormánuðum,“ sagði Guðrún í samtali við Fréttablaðið.
Bætti við:
„Minn skilningur var að það yrði í mars.“