Föstudagur 24. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Guðrún svalt eftir alvarlegt bílslys: „Reyndi sjálfsmorð nokkrum sinnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þegar við lentum í bílslysinu misstum við bæði bílinn og heilsuna,“ segir Guðrún Dóra Ingvarsdóttir, 41 árs gamall öryrki. Hún er gift en barnlaus. Guðrún Dóra er búin að vera öryrki frá því hún var tvítug eftir að hafa lent í nokkrum slysum auk þess þess að glíma við andleg veikindi, kvíða og þunglyndi.

Hún segir að allt hafi verið gríðarlega erfitt í kringum þennan tíma. Þau hjónin voru með þung lán og yfirdráttarheimildir.

„Staðan var rosalega erfið. Við vorum líka komin í netgíró sem lék okkur afar grátt. Við fengum bætur eftir slysið sem við gátum nýtt í að borga niður eitthvað af skuldunum en langt því frá allt,“ segir hún.

Slysið varð mánuði eftir að þau gengu í hjónaband. Miklir erfiðleikar dundu á nýgiftu hjónunum.

Lítið að hafa eftir tuttugasta

„Ég hef upplifað að borða bara súpu, núðlur og brauð og vil aldrei standa aftur á þeim stað í lífinu. Ég er í pínulítilli vinnu núna til að rífa upp strípaðar örorkubæturnar en það má ekki vera mikið til að þær fari ekki að skerðast. Það er bót í máli að maðurinn minn er í vinnu, það bjargar okkur. Ég gæti þetta aldrei ein“.

Ég gat ekki einu sinni farið í sund til að hressa mig við því ég átti ekki fyrir miðanum ofan í laugina.

- Auglýsing -

Guðrún Dóra fær 290 þúsund krónur á mánuði sem hún segir illmöguleg að lifa af.

„Það er mikið talað um einstæða foreldra og fjölskyldur en barnlaus hjón vilja gleymast jafnvel þótt að fjárhagsstaða þeirra geti einnig verið mjög erfið”.

Hún segir þau hjón hafa gengið í gengum skelfilega tíma árin 2016 og 2017.

- Auglýsing -

„Eftir bílslysið misstum við bæði vinnuna og vorum allslaus. Ég veit hreinlega ekki á hverju við lifðum, þetta voru brauð, súpa og núðlur eftir að við höfðum forgangsraðað hvaða reikninga við ættum að borga. En eftir 20. hvers mánaðar var lítið sem ekkert að hafa”.

Enginn skömm að fá hjálp

Guðrún Dóra kyngdi stoltinu og leitaði til hjálparsamtaka.

„Mér var léttir að leita hjálpar og finnst enginn skömm að því. Aftur á móti skerðist ýmislegt þegar maður er giftur, ég fæ til dæmis ekkert frá Mæðrastyrksnefnd þar sem þau álíta að maðurinn minn sé of launahár. Við föllum á milli skips og bryggju”.

Hún segir þau hjón hafa soltið á þessum árum. „Maðurinn minn greindist með sykursýki. Lyfin hafa líka verið okkur dýr en Áslaug í Matarhjálp aðstoðaði okkur einu sinni við að fá hjálp við að greiða fyrir sykursýkispenna sem hann þarf á að halda, þeir kostuðu 30 þúsund krónur sem við áttum ekki til”.

Við höfum líka reynt að njóta lífsins án þess að eyða miklu til. Okkur finnst gaman að ferðast til útlanda.

Reyndi að taka líf sitt

Þegar aðstæður hjóna voru sem verstar leið Guðrúnu Dóru afar illa.

„Vonleysið var svo mikið, ég vissi hreinlega ekkert hvað ég ætti að gera. Ég gat ekki einu sinni farið í sund til að hressa mig við því ég átti ekki fyrir miðanum ofan í laugina. Ég var andvaka nótt eftir nótt og reyndi nokkrum sinnum að fremja sjálfsmorð. Í dag er ég hjá geðlækni og það hefur hjálpað mér heilmikið og í fyrra byrjaði ég að fara í batamiðstöðina á dagdeild Klepps”.

Hún mætir einnig stundum í klúbbinn Geysi þar sem þeir sem stríða við andlega og líkamlega örorku geta fengið stuðning. „Það er gott að geta talað við fólk þar“.

Guðrún Dóra segist finna vel fyrir ölluð þeim verðhækkunum sem verið hafa. „Ég kaupi helst unnar matvörur, ferskmetið er dýrt. Við leyfum okkur þó eitt og það er að fara í Matstöðina á Höfðabakka öðru hvoru og fá þessa líka fínu þriggja rétta máltíð sem á 1.990 krónur fyrir öryrkja. Það er alltaf gott að fara þangað og okkur hlakkar alltaf til“.

Hreint út sagt lamandi

Guðrún Dóra og maður hennar fluttu búferlum árið 2018. Þá var þunglyndið orðið svo lamandi að það liðu þrjú ár áður en hún fékk sig til að taka upp úr kössunum með hjálp vinkonu.

„Kerfið er allt í rugli og neyðin víða mikil. Það þarf svo lítið til að fylla mann kvíða, til dæmis ekki annað en að þvottavélin bili því maður á ekki fyrir viðgerðinni. Þetta kerfi er allt í ruglinu og allt of margir sem sjá ekki fram á að gefa fætt sig og fjölskyldu sína. Þetta er hreint út sagt lamandi, maður einangrar sig, hættir að vilja fara út á meðal fólks auk þess sem ég grenntist um 54 kíló á þessum tíma. Þau eru nú reyndar öll að koma aftur og meira til“.

Ég var andvaka nótt eftir nótt og reyndi nokkrum sinnum að fremja sjálfsmorð.

Eftir að hafa fengið vinnu hefur staðan breyst hjá þeim hjónum. Með elju og þrautsemi sjá þau fram á að geta hægt og rólega borgaði niður skuldasúpuna.

„Skuldirnar eru að smágrynnka og nú er draumurinn að geta losnað við yfirdráttinn sem hangir alltaf yfir okkur. Það bjargar okkur að vera í eigin húsnæði. Við höfum líka reynt að njóta lífsins án þess að eyða miklu til, við eigum vini víðs vegar um landið sem við heimsækjum og koma til okkar þegar þeir koma til Reykjavíkur. Okkur finnst gaman að ferðast til útlanda og við ætlum að reyna að komast til Helskinki þegar við getum því við urðum bæði fertug í fyrra. Helst langar okkur á þungarokkstónleika, sem við höfum bæði gaman af”.

Þau náðu einnig að kaupa sér notaðan bíl sem Guðrún Dóra er afar þakklát fyrir.

Öllu fögru lofað

Guðrún Dóra hefur ekki gleymt þeim sem komu henni til hjálpar á hennar erfiðustu tímum. „Ég hef upplifað að hafa það nokkuð gott en ég hef líka upplifað sára fátækt. Og núna þegar ég get séð af smá aur gef ég til baka það sem ég get í það hjálparstarf sem hjálpaði mér á sínum tíma. Ég kaupi líka til dæmis þrjár auka jólagjafir, eina undir tréð í Smáralind, aðra undir tréð í Kringlunni og eina sem við sendum á Matarhjálp. Við erum núna nýbyrjuð á svokölluðu „umslagakerfi” þar sem við setjum ákveðna upphæð í umslag og sú upphæð á að endast okkur út mánuðinn. Ég vonast til að það komi til með að ganga vel“.

Hún segir stjórnvöld verða að girða sig í brók og sinna öryrkjum og eldri borgurum í neyð, gjáin milli ríkra og fátækra sé alltaf að stækka. „Það er öllu fögru lofað fyrir kosningar sem síðan er svikið,” segir Guðrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -