Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Guðrúnu var byrlað ólyfjan og nauðgað en mætti fordómum lögreglu: „Tókstu þetta kannski inn sjálf?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Ósk á að baki sér tvö ofbeldissambönd og nauðgun. Hún segir Lögregluna í Reykjanesbæ hafa sýnt sér fordóma, en hún er greind með fíknisjúkdóm og er í bata frá honum.

Hún sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Guðrún er þrítug og alin upp í Keflavík. Hún var ung þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Þegar dóttir hennar var eins árs kynntist hún manni sem hún var með í sex ár; það samband einkenndist af neyslu og ofbeldi, en þau eignuðust eina dóttur saman.

Guðrún náði alltaf að hætta neyslu á meðan hún gekk með börnin sín, en sjúkdómurinn tók alltaf stjórnina aftur sem varð til þess að yngri dóttir hennar var tekin með lögregluvaldi eftir að Guðrún hætti að svara barnavernd.

Eins og þeir sem þekkja til vita, þá er fíknisjúkdómur erfiður að eiga við. Sjúkdómur sem einkennist af föllum, mistökum og þráhyggju sem yfirtekur líf þitt. Guðrún náði að losa sig úr fjötrum fíknarinnar og skapaði sér nýtt líf fyrir sig og börnin sín.

Guðrún kynntist öðrum manni í gegnum Facebook, það samband entist í tvö og hálft ár.

- Auglýsing -

Maðurinn var í fangelsi þegar þau kynntust en Guðrún segir það ekki hafa stoppað hann af í að stjórna henni.

Því lengra sem leið á sambandið, því mun verra varð ofbeldið.

Parið eignaðist dreng saman, en loks fann Guðrún kjarkinn til að loka á samskiptin við manninn, en hann reynir enn í dag að hafa samband við hana.

- Auglýsing -

Maðurinn er nú aftur kominn í fangelsi og hefur Guðrún ítrekað reynt að fá fangelsismálastofnun til að loka á að hægt sé að hringja í númerið hennar úr fangelsinu, en því hefur ekki verið sinnt.

Þegar Guðrún var 18 ára var henni byrlað ólyfjan og nauðgað af ókunnugum manni; hún leitaði sér aðstoðar á slysadeild þar sem tekin voru sýni og hún skoðuð.

Þegar hún talaði við lögregluna í Reykjanesbæ og ætlaði að kæra málið mætti hún að sögn fordómum.

Málinu var snúið yfir á hana og hún spurð hvort hún hafi verið að nota fíkniefni og gefið til kynna að hún gæti vel hafa tekið inn lyfin sjálf.

Guðrún segist vera þekkt af lögreglunni í heimabæ sínum enda oft verið handtekin fyrir fíkniefnalagabrot. Aldrei var henni skipaður lögfræðingur og málið var síðan fellt niður.

„Ég hafði aldrei trú á þessu því þeir höfðu aldrei trú á mér“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -