Veðurstofan spáir sunnan átta – fimmtán metrum á sekúndu; fimmtán til tuttugu í vindstrengjum á norðvestanverðu klakanum. Boðiðer upp á Slyddu eða snjókomu með köflum; síðar rigning en úrkomulítið verður norðaustanlands.
Veður fer frekar hlýnandi; hiti fjórar – átta gráður seinnipart dagsins.
Á morgun er svo spáð sunnan tíu – átján metrum á sekúndu; með rigningu eða súld – léttskýjað á Norðausturlandi og hiti breytist lítið; dregur úr vindi annað kvöld.
Þá er hvössum sunnanvindstrengjum spáð á norðvestanverðu landinu og snörpum vindhviðum um fjöll. Gul viðvörun gefin út á norðvesturhorninu og miðhálendinu – sunnanhvassviðri með þrettán – tuttugu metrum á sekúndu.
Við fjöll gætu vindhviður farið í 35 metra á sekúndu; suðvestanstormur verður á miðhálendinu með vindhviðum sem ná allt að fjörutíu og fimm metrum á sekúndu við fjöll.