- Auglýsing -
Samkvæmt Veðurstofu Íslands má búast við stormi á austanverðu landinu í dag og er gul viðvörun í gildi á þeim slóðum til klukkan 19:00 í hið minnsta.
Gert er ráð fyrir að hvassast verði á Austfjörðum en hægari vindar annars staðar á landinu. Þá má búast við snjókomu víða en léttskýjað sunnan til.
Frost verður á bilinu núll til ellefu stig. Þá er spáð allt að sextán stiga frosti inn til landsins á morgun en tekur að hlýna þegar líða fer á vikuna.