Samkvæmt spá á vef Veðurstofunnar má gera ráð fyrir mikilli vestlægri átt með rigningu eða slyddu. Minniháttar snjókomu er spáð á norðaustur hluta landsins og tekur að hlýna. Hiti 0 til 6 stig.
Þá má búast við lítils háttar lægð á norðurlandi, lægðin mun hinsvegar færast til suðausturs og dýpka hratt þegar líða tekur á daginn.
Gular viðvaranir taka því gildi í kvöld á suðaustanverðu landinu. Búist er við að haldi áfram að hvessa þegar líða tekur á nóttina og gæti því viðvaranir orðið appelsínugular.
Þegar viðvaranir falla svo úr gildi á morgun tekur að kólna ört og hægt er að reikna með miklu frosti í stað stormsins