Gular viðvaranir taka gildi víða á landinu í kvöld og verða í gildi til hádegis á morgun.
Þá er búist við norðvestan stormi á norður- og austurlandi og hríð norðanlands.
Akstursskilyrði verður lélegt og fólki bent á að fara varlega í umferðinni og fylgjast vel með veðurspám.
Tekur að kólna á morgun og gert er ráð fyrir snjókomu á suður- og vesturlandi frá laugardegi til mánudags. Spáð er þurru veðri á norður og austurlandi.
Á vef Veðurstofunnar segir:
„Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Snýst i norðvestan 15-23 síðdegis með snjókomu og kólnandi veðri, en léttir til sunnantil. Dregur úr vindi í nótt, en áfram norðvestan 18-23 austast til hádegis á morgun.
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og él eftir hádegi á morgun, en léttir til norðaustan- og austanlands. Frost 0 til 5 stig.“