Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Guli kjóllinn kominn í sölu og rýkur út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guli kjóllinn sem Amal Clooney klæddist í konunglega brúðkaupinu hefur verið settur í sölu. Hann selst eins og heitar lummur.

Kjóllinn kostar um 160.000 krónur.

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney er mikil tískufyrirmynd og vakti athygli í brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle í sumar fyrir klæðaburð. Hún klæddist skærgulum kjól úr smiðju Stellu McCartney og var með hatt í stíl. Á vef Marie Caire er kjóllinn sagður hafa verið sérsaumaður á Amal og var því ekki fáanlegur í verslunum, þar til núna.

Snið kjólsins er í gamaldags anda og klæddi Amal afar vel. Kjóllinn er nú kominn í sölu og er fáanlegur á vefversluninni MatchesFashion.com fyrir upphæð sem nemur 160.000 krónum. Hatturinn er þó ekki til sölu.

Kjóllinn rýkur nú út úr vefversluninni og er uppseldur í flestum stærðum.

Þess má geta að Amal er mikill aðdáandi hönnunar Stellu McCartney og hefur í gegnum tíðina klæðst kjólum, kápum, drögtum og öðru úr smiðju Stellu McCartney.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -