Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Gulldrottningin sendir Trump skýr skilaboð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Megan Rapinoe, sem fór heim hlaðin gulli af HM kvenna í knattspyrnu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta skýr og skorinort skilaboð í sjónvarpsviðtali.

Rapinoe fór fyrir bandaríska liðinu sem vann fjórða heimsmeistaratitil Bandaríkjanna. Hún og liðsfélagar hennar hafa vakið mikla athygli fyrir hispurslausa gagnrýni á því misrétti milli kynjanna sem viðgengist hefur knattspyrnunnar, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Þannig fær bandaríska kvennaliðið langtum minna borgað fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum en karlaliðið, þrátt fyrir að státa af mun betri árangri og áhorfi.

Rapinoe, sem er samkynhneigð, hefur sömuleiðis gagnrýnt stefnu Trumps í málefnum LBGT fólks. Í viðtali við Anderson Cooper á CNN var Rapinoe spurð hvort hún hefði einhver skilaboð til forsetans.

„Skilaboð þín útiloka fólk. Þú útilokar mig, þú útilokar fólk sem lítur út eins og ég, þú útilokar litað fólk og þú útilokar jafnvel fólk sem styður þig,“ sagði Rapinoe sem segist ekki átta sig á því hvað Trump eigi við þegar hann í sífellu talar um að gera Bandaríkin frábær að nýju. „Þú dásamar tímabil sem var ekki frábært fyrir alla – það var kannski frábært fyrir nokkra útvalda og kannski eru Bandaríkin frábær fyrir nokkra einstaklinga núna, en þau eru það ekki fyrir alltof marga Bandaríkjamenn.“

Heimsmeisturunum hefur enn ekki verið boðið í Hvíta húsið líkt og venjan er þegar amerísk íþróttalið hampa titli. Fjölmargir þingmenn hafa hins vegar boðið liðinu til fundar í Washington.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -