Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

„Gúndi! Hvað ertu búinn að gera, strákur?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Franklín athafnamaður segir spillingu ríkja á Íslandi og boðar breytingar verði hann forseti. Í viðtali við Mannlíf segir hann frá pöddusöfnun í æsku, skemmtilegum samskiptum við Björgólf Thor og erfiðu gjaldþroti. Hann viðurkennir að honum hætti til að taka „örlítið sterkt til orða“.

Guðmundur Franklín er einn sex systkina og ólst up í Langholtshverfinu í Reykjavík. Heimilishaldið var með hefðbundnu sniði. Faðir Guðmundar, Jón Bjarnason, vann hjá Kaupmannasamtökunum og móðir hans, Guðbjörg Lilja Maríusdóttir, var lengi vel húsmóðir. Þau voru bæði harðdugleg og segir Guðmundur að þau eigi hrós skilið fyrir að koma öllum systkinunum til manns. „Ég átti marga vini og var atorkusamur sem barn og ungmenni. Hafði alltaf eitthvað fyrir stafni og ef ég hafði það ekki þá fann ég mér eitthvað að gera. Ég safnaði öllum pöddum sem ég fann og geymdi í krukkum í útigeymslunni. Pabbi henti þeim iðulega þegar lyktin var orðin yfirþyrmandi. Ég veiddi marhnúta, safnaði marflóm og marglyttum. Það var svo mikið ævintýraland fyrir krakka að búa í Vogunum,“ segir Guðmundur.

„Þessi fjársjóður dugði fyrir pylsu og kók svo dögum skipti fyrir mig og vini mína“

Guðmundur var átta ára gamall er hann fór að vinna fyrir sér í versluninni Víði þar sem hann braut saman pappakassa og hjálpaði eldri viðskiptavinum að bera innkaupapoka heim. Þegar á leið urðu störfin ábyrgðarmeiri og vann hann hverja lausa stund meðfram skóla í versluninni. Þar að auki hélt hann reglulega flöskutombólur í Vogahverfinu. „Ég á margar skemmtilegar minningar úr hverfinu því ég var alltaf að finna mér eitthvað til dundurs. Einn sérstaklega gróðavænlegan dag á tombólunni hafði ég fyllt kjallarann af flöskum Svo kom mamma heim og fór niður í kjallara og þá var kallað: „Gúndi! Hvað ertu búinn að gera, strákur?“ Þessi fjársjóður dugði fyrir pylsu og kók svo dögum skipti fyrir mig og vini mína. Þarna kynntist ég viðskiptalífinu að nokkru leyti og varð staðráðinn í því að starfa við verðbréfamiðlun í Bandaríkjunum,“ segir Guðmundur brosandi.

Lestu viðtal við verðbréfasalann sem vill verða forseti í Mannlífi sem kom út í gær.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -