Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Gunnar Björn gerir glæpamynd fyrir börn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn Gunnar B. Guðmundsson áformar að færa skáldsögu Þórarins Leifssonar „Maðurinn sem hataði börn“ yfir á hvíta tjaldið. Hann reiknar með að myndin verði sitt dekksta verk til þessa.

Bók Þórarins hlaut glimmrandi góða dóma þegar hún kom út 2014 og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka.

„Þetta er á algjöru frumstigi, þannig að ég vil nú ekki segja of mikið. Bara að sem stendur er ég að plana fyrsta uppkast og sú vinna gengur vel,“ segir leikstjórinn Gunnar B. Guðmundsson sem er um þessar mundir að þróa handrit upp úr skáldsögunni „Maðurinn sem hataði börn“ eftir Þórarinn Leifsson rithöfund.

Bók Þórarins hlaut glimmrandi góða dóma þegar hún kom út 2014 og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka. Hún fjallar um Sylvek, ungan innflytjanda í Reykjavík, sem ákveður upp á sitt einsdæmi að rannsaka hvarf systur sinnar vegna sinnuleysis lögreglu og kynnist á vegferð sinni alls kyns áhugaverðum persónum. Þar á meðal dularfullum leigjanda, reffilegri blaðakonu, ógurlegum steratröllum og síðast en ekki síst sturluðum raðmorðingja.

Þeir sem lesið hafa söguna vita að hún er ansi blóðug á köflum. Gunnar viðurkennir fúslega að verkið sé í dekkri kantinum. Sérstaklega í ljósi þess að það er skrifað með unga lesendur í huga. „Ég er einmitt að vinna í því að tóna ofbeldið svolítið niður í handritinu,“ segir hann. „Því þótt þetta sé auðvitað fyrst og fremst glæpasaga fyrir krakka þá er samt óþarfi að sýna allt.“

„Ég er einmitt að vinna í því að tóna ofbeldið svolítið niður í handritinu,“ segir hann. „Því þótt þetta sé auðvitað fyrst og fremst glæpasaga fyrir krakka þá er samt óþarfi að sýna allt.“

Af því þú nefnir það, hafa glæpamyndir verið gerðar fyrir krakka á Íslandi áður? „Myndir með glæpaívafi, já, en þetta yrði kannski fyrsta hreinrækaða glæpamyndin. Að því sögðu má þó ekki gleyma að saga Þórarins er fantasía líka og full af svörtum húmor og ég ætla að halda í þá þætti.“

Auk þess að skrifa handritið segist Gunnar stefna að því að leikstýra myndinni sjálfur. „Maðurinn sem hataði börn“ yrði því fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd síðan „Gauragangur“ var frumsýnd árið 2010. Sú mynd byggir einmitt líka á bók, samnefndri skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar og segir Gunnar að vinnan við gerð hennar komi nú að góðum notum í handritavinnunni.

„Þess utan hef ég verið í bandi við frábæra ráðgjafa hjá handritaverkefninu Cinekid og svo heyrt lítillega í Þórarni, sem er mjög þægilegur og rólegur yfir þessu öllu saman,“ segir hann. „Þannig að þetta er búið að vera skemmtileg vinna, sem ég vona bara að muni skila sér inn í myndina.“

- Auglýsing -

Hvenær hefjast tökur? „Auðvitað er erfitt að segja til um það á þessu stigi málsins, í miðjum skrifum. En ef allt gengur að óskum erum við sennilega að tala um 2020. Það er rökrétt.“

Texti / Roald Eyvindsson
Mynd / Róbert Karl Ingimundarson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -