Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Gunnar í gæsluvarðhald

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson hálf­bróður sinn til bana í Mehamn um helg­ina, hefur verið úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald í Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur.

Þetta var samþykkt þegar beiðni um varðhald var tekin fyrir í dómstóli þar fyrir skemmstu. Miðillinn iFinnmark greinir frá því að Gunnar hafi virst sleginn og byggir það á frásögnum blaðamanna sem voru á staðnum.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum á Gunnar að baki langan sakaferil hér á landi. Hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir nauðgun, handrukkun, stórfelldar líkamsárásir, frelsissviptingu, rán umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot, þjófnað og vopnalagabrot.

Þeir Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru hálfbræður og voru þeir báðir búsettir í Mehamn í Noregi þar sem þeir störfuðu í sjávarútvegi. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann hafi í aðdraganda morðsins ítrekað haft í hótunum við Gísla Þór og var hann dæmdur í nálgunarbann vegna þessa um miðjan apríl.

Gunn­ar kvaðst samþykk­ur úr­sk­urðinum þegar héraðsdóm­ari innti hann álits í kvöld. Ann­ar maður, sem tal­inn er hafa verið sam­verkamaður hans, við kom fyr­ir dóm­inn hálf­tíma síðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -