Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Gunnar kenndi Rúnari Júl á bassa: „Fyrstu skiptin sem við spiluðum sneri hann alltaf baki í fólkið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Þórðarson er afkastamikið tónskáld en hann hefur samið um 800 lög sem geta plokkað í strengi tilfinninganna eins og gítarleikari plokkar í strengi gítarsins. Hann er enn að semja en sjúkdómurinn kemur í veg fyrir að fingurnir hlýði. „Ég get spilað smávegis en puttarnir svara mér ekki alveg.“ Hann rifjar hér meðal annars upp árin með Hljómum, minnist á vínið og fíkniefnin og auðvitað tónlistina, til dæmis trúarlega tónlist. Hér er brot út viðtali Reynis Trausta við Gunnar sem birtist í jólablaði Mannlífs:

Gunnar Þórðarson ólst fyrstu árin upp á Hólmavík og svo flutti fjölskyldan suður og það var byrjað að byggja hús í Keflavík. Rúnar Júlíusson var bekkjarfélagi hans frá níu ára aldri og þangað til við lok grunnskólagöngunnar. Þeir urðu félagar. Bestu vinir.

Fyrsta giggið, fyrsta skiptið sem Gunnar kom fram, var árið 1961. Eða 1962. Það var með skólahljómsveit.

„Ég byrjaði á trommum og ég gat ekki trommað. Það var frekar erfitt,“ segir Gunnar.

Svo fór alvaran að færast í þetta og hann var kominn í hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar þegar hann var 17 ára. Þá var hann farinn að spila á gítar; hann hafði keypt gítarbók og stúderaði hana.

Gunnar var einungis í hljómsveitinni í sjö til átta mánuði. Svo stofnaði hann Hljóma. Rúnar var líka í þeirri hljómsveit eins og flestir vita. Og Gunnar kenndi honum á bassa.

- Auglýsing -

„Hann hafði aldrei séð bassa. Rúnar var náttúrlega klár, þannig að það gekk fljótt. Bassi er líka einfaldari heldur en gítar. Fyrstu skiptin sem við spiluðum sneri hann alltaf baki í fólkið af því að hann var að lesa einhverjar nótur sem ég hafði skrifað. Hann lærði þetta fljótt.“

Ævintýrið var hafið. Og Óli Gaukur samdi í byrjun textana fyrir þá. „„Bláu augun“ og „Fyrsti  kossinn“ var Óli Gaukur. Svavar gaf þetta út á plötu og hann var með Óla í öllum textum. Við vorum hins vegar með enska texta en hann vildi ekki sjá það.“

Og Hljómar slógu í gegn. Þeir urðu landsfrægir. Gunnar er spurður hvernig það hafi verið að vera frægur.

- Auglýsing -

„Þetta var alveg ótrúlegt af því að það var náttúrlega ekkert sjónvarp. Það var þessi frægi konsert í Háskólabíói sem var fyrsti bítlakonsertinn sem gerði okkur landsfræga. Við vorum á forsíðunni á Mogganum daginn eftir. Við fórum svo í túr um landið og við vorum eins og einhver frík.“

Hann segir að þeir hafi verið svo feimnir.

„Það var dálítið skrýtið að lenda í þessu. Það rjátlaðist af okkur með tímanum.“

Hljómar störfuðu í fimm ár.

Hér fyrir neðan má svo lesa allt viðtalið í glænýju jólablaði Mannlífs:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -