Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Gunnar Smári foxillur yfir fyrirhugaðri einkavæðingu vegakerfisins: „Samvinnuhugsjón andskotans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Einkaframkvæmdir hafa sýnt sig að vera dýrari fyrir almenning en opinberar framkvæmdir. Almenningur borgar þar ekki bara vegagerðina, borun fjalla eða brúarsmíði, heldur einnig arð til eigenda fyrirtækjanna áratugum saman, jafnvel til eilífðarnóns,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokks Íslands í harðorði færslu á Facebook.

Heimilt að fela einkaaðilum gjaldtöku

Færslan kemur í framhaldi af frumvarpi Sigðurðar Inga Jóhannsson um einkavæðingu þjóðvega sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu segir:  „Til þess að opna á þann möguleika að stærri vegaframkvæmdir séu unnar sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila er nauðsynlegt að kveða í lögum á um heimildir fyrir Vegagerðina til að fela utanaðkomandi aðilum með samningi fjármögnun tiltekinna framkvæmda, hönnun þeirra, nauðsynlegan undirbúning og uppbyggingu mannvirkjanna og viðhald þeirra og rekstur. Þá yrði jafnframt heimilt að fela einkaaðilum gjaldtöku af umferð um viðkomandi mannvirki um tiltekinn afmarkaðan tíma til að standa straum af kostnaði við þau“.

Ein stærsta einkavæðing sögunnar

Gunnar Smári gefur lítið fyrir rök Sigurðar Inga og segir ríkisstjórnina vera með í undirbúningi eina stærstu einkavæðingu sögunnar, sem sé að flytja vegakerfið yfir til einkaaðila í gegnum svokallaðar einkaframkvæmdir (sem Sigurður Ingi, formaður Framsóknar, kalli samvinnuverkefni, kannski sem yfirlýsingu um að samvinnuhugsjón Framsóknarmanna snúist núna um að flytja opinberan rekstur til hagnaðardrifinna einkafyrirtækja, en ekki um að byggja upp atvinnurekstur innan samvinnufélaga, félaga í eigu starfsfólks og viðskiptavina, eins og áður var).

Almenningur neyddur

- Auglýsing -

„Þessi fjárflutningur er planlagður undir yfirlýsingum um að ríkið, þ.e. almenningur, eigi ekki fyrir vegaframkvæmdum og verði að leita til ríka fólksins eftir fé. Þetta er algjör dellukenning, það er nóg til. Og þar að auki; ef hún væri rétt ætti ríkið að skattleggja hin ríku eins og áður var gert og nota féð til að leggja vegi. Í stað þess að gefa hinum ríku eftir skatta sína, færa þeim síðan vegina svo almenningur neyðist til að borga þeim fyrir afnotin.

Þetta er samvinnuhugsjón andskotans”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -