Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Gunnar Smári óttast „hálfsturlaðan“ Bjarna og ríku vinina – „Ekkert hjarðónæmi fyrr en mars 2022“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Gunnar Smári Egilsson, foringi Sósíalistaflokksins, telur ljóst að á Íslandi náist ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 fyrr en í marsmánuði 2022. Fyrr verði ekki hægt að slaka á sóttvörnum hér á landi og á meðan óttast hann hálfsturðlaðan forsætisráðherra og ríku vinina hans.
Gunnar Smári lýsir áhyggjum sínum inni á spjallsvæði flokksins á Facebook. Hér koma útreikningar hans. „Miðað við að Pfizer-bóluefnið komi hér í 10 þúsund skömmtum mánaðarlega og Moderna komi álíka hratt frá og með þar næstu mánaðamótum, Astra Zeneca jafn hratt frá og með mánaðamótunum þar á eftir og svo Janssen-bóluefnið í álíka skömmtum frá og með júlí næstkomandi; verða um 18 prósent landsmanna komnir með ónæmi (vegna bólusetningar eða bata frá cóvid) í maí, 37 prósent í september og 54 prósent í desember, eftir ár. Með þessum hraða næst ekki 70 prósent ónæmi fyrr en í mars 2022,“ bendir Gunnar Smári á.
Sósílistaforinginn óttast að í ljósi þess að þolinmæði Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og ríku vina hans sé nú þegar á þrotum verði ástand þeirra enn verra þegar líður á árið. „Það er næstum óbærileg tilhugsun að búa við óbreyttar sóttvarnarreglur út næsta ár. Sem kunnugt er sprakk Bjarni Benediktsson á limminu á Þorláksmessu og ríku vinir hans, svo við getum rétt ímyndað ykkur ástandið á þessum hópi um næstu páska, næsta sumar, næstu verslunarmannahelgi; orðinn hálfsturlaður af að komast ekki á vindsængina sína í sundlauginni í einhverju úthverfinu í Flórída,“ segir Gunnar Smári og bætir við:
„Hinn kosturinn er að fara Nýsjálensku leiðina og ná smitum niður innanlands og viðhalda últra strangri landamæragæslu svo engin smit sleppi inn. Í því felst að afnema valkvæða sóttkví innan um annað fólk. Á Nýja Sjálandi hefur hótelum verið breytt í sóttvarnarskýli, þar sem ferðafólk verður að dvelja í tvær vikur áður en það fær að stíga inn í samfélag ósmitaðra landsmanna. Með þessari aðferð, og án bóluefna, hefur Nýsjálendingum tekist að halda landinu meira og minna smitfríu frá upphafsbylgjunni, viðhaldið svo til eðlilegu mannlífi þar sem fólk getur hist og umgengist, stundað vinnu, nám, tómstundir, listir og menningu. Svipaða sögu má segja frá Ástralíu, þótt þar hafi komið upp alvarleg hópsmit í einu fylkjanna, en þessi tvö lönd eru náttúrlegar fyrirmyndir Íslands; eyjur sem geta varið landamæri sín.“
Sótt var að Þórdísi Kolbrúnu eftir umdeildan Covid-vinkvennahitting.
Gunnar Smári bendir einnig á það hversu erfitt sóttvarnaryfirvöldum hefur reynst að viðhalda ströngum sóttvarnarreglum hér á landi. Það séu alltaf ráðherrar Sjáfstæðisflokksins sem hafi klúðrað málunum og því sé það í raun pólitískur ómöguleiki að hafa flokkinn áfram í ríkisstjórn. „Þar ræður ríkjum fólk sem telur að engar reglur eigi við um sig. Þegar reynt var að bregðast hart við annarri bylgju rann það út í sandinn þegar sóttvarnaryfirvöld þurftu að breyta túlkun á reglum þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins var gripinn við augljóst brot á sóttvarnarreglum. Og nú erum við að ganga í gegnum það sama, þegar frómaður sama flokks getur ekki hegðað sér eins og hann krefst þess að annað fólk geri, eru heilu PR- og lögmannsstofunnar uppteknar við að skilgreina partí sem verslun og sýningarsal sem jarðarför (eða eitthvað, ég nenni ekki að lesa þetta allt),“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -