Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári um nýja framkvæmdastjórn SÁÁ: „Þar sitja nú hvorki ættmenni Þórarins eða vinir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson tjáir sig um niðurstöður aðalfundar SÁÁ sem fór fram á Hilton Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut í gær.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum báru Ein­ar Her­manns­son og listi hans sigur í býtum á aðalfundi SÁÁ í gær, en Einar og Þór­ar­inn Tyrf­ings­son sóttust báðir eftir sæti for­manns. Gunnar Smári Egilsson fjallar um fundinn í nýjustu færslu sinni á Facebook og virðist vera sáttur við niðurstöðuna.

„Tillaga Einars um fólk í framkvæmdastjórn var samþykkt. Þar sitja nú hvorki ættmenni Þórarins eða vinir, eins verið hafði síðustu 32 árin,“ skrifar Gunnar Smári, sem gegndi um tíma stöðu formanns SÁÁ og hefur verið ófeiminn við að gagnrýna Þórarinn og hans störf innan samtakanna. M.a. sakað hann um að bola mörgu góðu fólki frá SÁÁ í gegnum tíðina.

„Tilraun Þórarins Tyrfingssonar til að ná undir sig SÁÁ fór þannig að i 48 manna stjórninni greiddu 41 atkvæði og Einar Hermannsson fékk 32 eða 78% en Þórarinn 9 atkvæði, 22%. Þórarinn lagði til að atkvæði yrðu ekki leynileg heldur yrði kosið með handauppréttingu, en sú tillaga var felld,“ lýsir Gunnar Smári, sem virðist túlka niðurstöður fundarins sem sigur yfirlæknisins á Vogi.

„Ég reikna með að þetta sé sigur Valgerðar Rúnarsdóttur. Hún nýtur mikils traust innan SÁÁ,“ skrifar Gunnar Smári, sem segir ennfremur að tíminn muni síðan leiða í ljós hvort Einar Hermanssyni „auðnist að vinna sér traust félagsmanna með verkum sínum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -