Gunnar Smári Egilsson, meðlimur framkvæmdarstjórnar Sósíalisaflokksins skrifaði færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir Páley Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. Páley boðaði nýlega nokkra blaðamenn í yfirheyrslu á næstu dögum vegna umfjöllunar þeirra um Samherja.
„Tryggð sýslumanna sem Sjálfstæðisflokkurinn skipar er fyrst og fremst við Valhöll og auðkýfingana sem henni stjórnar. Landslög, dómafordæmi innanlands sem og hjá mannréttindadómstólnum skipta engu. Hefndarþorsti Þorsteins Más er ofar öllu. Páley Bergþórsdóttir tilheyrir langri röð óhæfs Sjálfstæðisflokksfólks sem flokkurinn hefur troðið í mikilvæg embætti til að þjóna valdaklíkum flokksins. Velkominn í Verbúðina – raunveruleikasjónvarp.“
Yfir 200 manns hefur lýst velþóknun sinni á færslunni enda fáheyrt að blaðamenn séu með réttarstöðu grunaðra vegna frétta sem þeir skrifa.
Sjá má færsluna hér.