Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Íslensk móðir á 0 krónur á reikningnum og biður um hjálp: „Þetta er mjög erfitt fyrir mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk móðir, sem ekki vill láta nafn síns getið, á unga dóttur en ekki krónu á bankareikningnum til að framleyta þeim mæðgum. Af miklu hugrekki stígur hún fram til að lýsa neyðinni og sendir út neyðarkall til landsmanna.

Dóttir hennar er 2 og 1/2 árs gömul og hefur verið veik undanfarið. Sjálf sendi hún út neyðarkall á Facebook og í samtali við Mannlíf segir hún það afar erfitt að stíga fram. Móðirin vonast til þess að fá hjálp þarna úti eftir neyðarkallið.

„Ég hef skammast mín svakalega og er að stiga mikið út fyrir minn ramma að segja frá þessu. Er bara mjög illa haldin andlega,hef verið að deyja úr stressi og  með bullandi áfallastreitu. Allt þetta peninga stress hefur ekki hjálpað mér. Hef verið í endurhæfingu í 2 ár og borga’ skuldir mínarþ Það hjálpar ekki í stöðunni að nánast allur peningurinn fer í skuldir,“ segir móðirin.

Fyrr í dag sendi móðirin út neyðarkall á Facebook sem hljóðaði svona:

„Hæhæ góðan dag er einstæð móðir, stelpan mín hefur verið veik í rúm 2 vikur og ég sjálf líka, nýlega slasaði mig illa og hef ekki verið fjárhagslega goð undanfara mánuð, og þetta er mjög erfitt fyrir mig að spyrja um hjálp, en allavega ég á 0 kr á banka reikning og á ekki fyrir mat né bensin er í 20km ég skammast mín mikið fyrir þetta er eh sem getur hjálpað mér á.“

Ef þú vilt hjálpa móðurinni og ungri dóttur hennar þá koma hér upplýsingar til þess:

- Auglýsing -

Bónuskort nr 9352 0031 5202 1517885

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -