Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Gunnhildur sendi Víði og fullt af læknum í sóttkví: „Þessi smitskömm er alveg mögnuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir fjölmiðlakona fann fyrir vægum Covid-einkennum í útsendingu Morgunútvarps Rásar 2, þar sem hún er einn umsjónarmanna, um miðjan september síðarliðinn. Í kjölfarið var henni ráðlagt að fara ekki í skimun því þetta væri hreinlega óþarfa áhyggjur hjá henni. Gunnhildur reyndist hins vegar vera smituð og smit hennar sendi meðal annarra Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarna, og Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, í sóttkví. 

Eftir að hafa greinst með sjúkdóminn fékk Gunnhildur inni í Farsóttarhúsinu þar sem hún dvaldi í tæpar þrjár vikur. Þetta staðfesti Gunnhildur í spjalli í útvarpsþættinum Segðu mér á Rás 1. „Ég fékk Covid á dögunum og endaði niðrí Farsóttarhúsi. Þarna var ég í 18 daga en vissi það allan tímann að þetta yrði ekkert mál fyrir mig. Ég var veik fyrstu vikuna en ég bjóst samt við miklu meiru,“ sagði Gunnhildur og bætti við: 
Ég var í stúdíóinu, búinn að vera vinna mikið og fann svona kítl í hálsi. Þá hugsaði ég fyrst, rosalega er þetta skrítið. Þegar ég kom útí bíl hringdi ég í heilsugæsluna og spurði hvort ég ætti kannski bara að koma í skimun. Ég vildi vera ábyrg en ég fékk þau svör að þetta væri bara paranója. Svo held ég áfram að kvefast yfir allan daginn. Þegar ég er svo greind með Covid þurftu 40 manns að fara í sóttkví, fullt af læknum og Víðir Reynisson. Og fleiri og fleiri og fleiri.
Ég vildi vera ábyrg en ég fékk þau svör að þetta væri bara paranója.

Gunnhildur starfar ekki bara á RÚV heldur líka á Læknablaðinu sem skýrir þann fjölda lækna sem þurftu að fara í sóttkví eftir að hún hafði tekið við þá viðtöl. Þessi smitskömm er alveg mögnuð. Ég fann strax gríðarlega þörf á því að vita hvar ég hafði smitast og hvað ég gerði rangt. Ég veit ekki enn hvar ég smitaðist. Þetta er frekar óraunverulegt og það er alveg ótrúlegt að enginn í fjölskyldunni smitaðist, segir Gunnhildur.

Það er óhætt að segja að Gunnhildur sitji sjaldan auðum höndum. Hún tekur þátt í jólabókaflóðinu í ár með áhrifamikilli og átakanlegri baráttusögu Einars Þórs Jónssonar, Berskjaldaður. Hann var talsmaður Geðhjálpar og leiddi baráttu samkynhneigðra við alnæmi, bæði baráttuna við hinn banvæna vírus og lífshættulega fordómana. Fyrir baráttu sína vakti hann þjóðarathygli.

Aðspurð sagðist Gunnhildur sjálf ekki vera viðkvæmt blóm. Enda hafi hún snemma barist fyrir jöfnum launum kynjanna og jöfnum tækifærum. Einn af liðunum í þeirri baráttu var nærri tveggja mánaða túr hennar í Smuguna. „Það var svolítið erfitt að velja sér klefa. Við vorum þrjár konurnar um borð og eftir að ég hafði horft yfir hópinn þá henti ég mér inn hjá kokknum sem var ekki hrifinn,“ segir Gunnhildur sem tólf ára gömul byrjaði að vinna í fiski á Hólmavík.

Á einlægu spjalli í þættinum kom Gunnhildur ekki aðeins inn á smitskömmina heldur líka skömmina sem fylgdi því að hafa snemma ákveðið að eignast ekki börn. „Fólki fannst þetta alveg svakalega kalt. Þetta er eitthvað sem stendur í mörgum og konur þurfa alveg að stíga fram til að segja þetta. Ég var mjög ákveðin alla tið, frá því ég var barn. Amma mín lést af barnsförum. Ég var bæði hrædd við óreiðuna í hausnum á mér að ég myndi ekki muna að gefa börnunum að borða en svo er langaði keppnismanninum í mér líka í frama. Þá vissi ég hreinlega ekki hvernig þetta ætti að fara saman. Á endanum gerði ég samning við manninn minn um að hann myndi sjá um barnið og þannig var það fyrstu mánuðina. En ég kom svo þegar ástin á barninu kom með fullum krafti,“ segir Gunnhildur sem í dag er þriggja barna móðir eftir að hafa eignast þrjú á þremur árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -