Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Gunnhildur um viðbrögð Seðlabankans: „Hefði mátt gerast fyrr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir segist vera ánægð með að verkferlar Seðlabanka Íslands í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar. Gunnhildur sótti um stöðuna en fékk ekki. Í staðinn réði bankinn karl með minni menntun og reynslu og því kærði Gunnhildur ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála.

Kjarninn greindi frá því fyrr í dag að Seðla­banki Íslands hefði haft sam­band við Gunn­hildi Örnu Gunnarsdóttur í kjölfar þess að niðurstaða kærunefndar jafnréttismála lá fyrir. Þetta staðfestir Gunnhildur Arna í samtali við Mannlíf. „Ég er ánægð að fá staðfest að ófaglega var staðið að ráðningarferlinu og að bankinn hafi haft samband við mig í kjölfarið,“ segir hún, spurð að því hvernig henni líði með niðurstöðuna og hvað henni finnist um viðbrögð bankans í málinu.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sú að Seðlabank­inn hafi brotið gegn jafn­rétt­is­lög­um með því að hafa ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hafi legið til grund­vall­ar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa.

Einnig taldi nefnd­in að Gunn­hild­ur hafi staðið um­rædd­um karli fram­ar varðandi bæði mennt­un og reynslu af kynn­ing­ar­starfi og fjöl­miðlun, en Gunnhildur Arna, sem starfar í dag sem dagskrárgerðarkona í Morgunútvarpi Rásar 2 og sem blaðamaður hjá Læknablaðinu, gegndi um tíma stöðu upplýsingafulltrúa Símans og hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2004 og stýrt fréttastofum, meðal annars sem ritstjóri dagblaðs. Karlinn sem um ræðir, Stefán Rafn Sig­ur­björns­son, hefur hins vegar lokið BA-gráðu í stjórnmálafræði og meðal annars starfað sem sjónvarpsfréttamaður frá árinu 2018, útvarpsfréttamaður í tvö ár og blaðamaður á Fréttablaðinu í rúmt ár. Kær­u­nefnd­in tók ekki gild rök bank­ans að Stefán hafi staðið Gunn­hildi fram­ar varðandi tungu­málak­unn­áttu og þekk­ingu á efna­hags- og pen­inga­mál­um og fjár­mála­mörkuðum, sem hvort tveggja séu þætt­ir sem unnt sé að meta með frem­ur hlut­læg­um hætti.

„Ég legg áherslu á mikilvægi þess að bankinn skapi sér faglega umgjörð og fari að lögum og vona að ný yfirstjórn komi starfsemi bankans í rétt horf.“

Kjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að Seðla­bank­inn ætli að una nið­ur­stöð­unni. Í aðdrag­anda þess var þeirri fyr­ir­spurn beint til bank­ans hvort hann ætl­aði að grípa til breyt­inga á verk­lagi sínu við ráðn­ingar í störf með hliðsjón af því að þetta er í þriðja sinn frá árinu 2012 sem að bankinn brýtur jafn­rétt­islög. Þá var svar bank­ans á þá leið að til stæði að fara yfir málið með það fyrir augum að tryggja að farið yrði að þeim við­miðum sem um þetta gilda.  Annað væri ekki hægt að segja að svo stödd­u. Í gær sendi bankinn síðan Kjarnannum nýtt svar. Þar kom fram að verk­ferlar í þessum efnum hafi verið styrktir í kjöl­far nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

„Mér finnist jákvætt að bankinn hafi styrkt ráðningarferlið sitt frá brotinu,“ segir Gunnhildur, þegar þetta svar bankans berst í tal. „Það hefði mátt gerast fyrr,“ tekur hún þó fram.

- Auglýsing -

Spurð út í fyrrnefnd samskipti hennar við bankann segir hún málið ekki ná lengra að svo stöddu en svo að bankinn hafi haft samband. „Ég hef því ekki tekið afstöðu til framhaldsins,“ segir hún.

Hún undirstrikar þó hversu brýnt henni þyki að bankinn stundi fagleg vinnubrögð. „Ég legg áherslu á mikilvægi þess að bankinn skapi sér faglega umgjörð og fari að lögum og vona að ný yfirstjórn komi starfsemi bankans í rétt horf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -