Mánudagur 25. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Gunnsteinn Svavar lést vegna COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnsteinn Svavar Sigurðsson íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær vegna COVID-19, 81 árs að aldri. Dóttir hans staðfestir andlát föður síns í samtali við BB.is. 

Greint var frá andlátinu í morgun, en Gunnsteinn Svavar var fyrsti heimilismaðurinn á Bergi til að greinast með COVID-19.

Tveir aðrir heimilismenn eru smitaðir af COVID-19 og þrír heimilismenn í einangrun og búið að taka sýni. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna, eins og segir í færslu á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vottar aðstandendum samúð. Starfsmönnum og heimilisfólki óskum við skjóts bata og samfélaginu þökkum við aðstoð og velvilja. Einnig þökkum við fólki sem boðist hefur til starfa á stofnuninni sem hluti af bakvarðasveit.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -