Athafnakonan Gunnþórunn Jónsdóttir, lést þann 1. desember. Hún varð 77 ára.
Gunnþórunn var þekktust sem eigandi Olís ásamt eiginmanni sínum, Óla Kristjáni Sigurðssyni. Hann varð bráðkvaddur aðeins 46 ára.
Gunnþórunn fæddist á Ísafirði 28 janúar 1946. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá aðalbókari og Rannveig Elísabet Hermannsdóttir húsmóðir og starfsmaður Skattsins.
Gunnþórunn giftist Kristjáni Jóakimssyni skipstjóra árið 1964. Þau eignuðust þau tvö börn, Jón Kristjánsson og Gabríelu Kristjánsdóttur. Þau skildu árið 1973.
Gunnþórunn lauk hárgreiðslunámi árið 1964. Þegar hún flutti til Reykjavíkur árið 1973 keypti hún Hárgreiðslustofu Vesturbæjar.
Gunnþórunn hóf sambúð með Óla Kristjáni árið 1973. Þau voru umsvifamikil í viðskiptum. Þau stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983.
Gunnþórunn opnaði svo árið 1989 hárgeiðslustofuna Salon Gabríela sem hún rak ásamt dóttur sinni. Hún var einnig ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árabil og var virk í góðgerðarmálum.
Gunnþórunn tók við fyrirtækinu Sund eftir andlát Óla. Morgunblaðið sagði frá andláti hennar og lífshlaupi. Hún verður verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju 14. desember kl. 13.