Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rokksveitin Guns N’ Roses er búin að slá YouTube-met, en mynband við lagið November Rain rauf nýverið milljarða múrinn á myndbandaveitunni. Myndbandið, sem er níu mínútna langt, var frumsýnt árið 1992 en lagið er á plötunni Use Your Illusion I sem kom út árið áður.

Búið er að horfa á myndbandið 1,001,133,745 sinnum þegar þetta er skrifað en samkvæmt Forbes er þetta fyrsta myndbandið frá tíunda áratugi síðustu aldar til að ná fleiri en milljarð áhorfa. Þá segir Forbes að horft hafi verið á myndbandið að meðaltali 560 þúsund sinnum á dag árið 2017.

83% þeirra sem horfa á myndbandið á YouTube koma frá löndum utan Bandaríkjanna, flestir frá Brasilíu, Mexíkó og Argentínu.

Næstvinsælasta myndbandið með Guns N’ Roses á YouTube er Sweet Child O’ Mine, en horft hefur verið á það tæplega sjö hundruð milljón sinnum. Í þriðja sæti er myndbandið við Paradise City sem horft hefur verið á tæplega fjögur hundruð milljón sinnum.

Guns N’ Roses er á tónleikaferðalagi um þessar mundir, eins og margir Íslendingar vita, enda trylla þeir tónleikagesti á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -