Gústaf Níelsson er með skoðanir og er líka alls ófeiminn að viðra þær.
Hann segir að „það vekur furðu mína að gamalgrónar stofnanir og samtök á borð við RÚV, Þjóðkirkjuna og RKÍ (Rauði krossinn), skuli taka þátt í hópefli vinstrimennskunnar, þar sem sameiningaraflið eru vandalausir útlendingar, sem vísa á úr landi í samræmi við lög og reglur.“
Vísar hann hér til gífurlega umdeilts útlendingafrumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, en þess má geta að bróðir Gústafs er Brynjar Níelsson sem er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Gústaf bætir við:
„Í gærkvöldi mátti sjá alþingismann og þáttastjórnanda Kastljóss glíma í sameiginlegu átaki við dómsmálaráðherra, sem varðist málefnalega og hefur í reynd engar aðrar skyldur, en að fara að landslögum.“
Gústafi sýnist sem svo að „forráðamenn þessara stofnana þurfi að hugsa ráð sitt, nema auðvitað að ætlunin sé að breyta þeim í stjórnmálahreyfingar.“