ORÐRÓMUR Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þykir hafa staðið sig vel í baráttunni við kórónuveiruna sem hefur lagst þungt á Vestfirðinga.
Gylfi sýndi ákveðna leynilögregluhæfileika þegar hann uppgötvaði að bakvörðurinn Anna Aurora Óskarsdóttir hafði ekki réttindi til þess að annast störf sem hjúkrunarfræðingur.
Gylfi komst á blað þjóðarinnar þegar hann brilleraði í spurningakeppninni Útsvari fyrir hönd Ísfirðinga.
Móðir Gylfa er Áslaug Alfreðsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri, og afi hans þar með Alfreð Elíasson, einn stofnenda Loftleiða.
[email protected]