Mánudagur 23. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hægt að fækka reykingafólki um þúsundir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn sem unnin var úr niðurstöðum frá krabbameinsskrám Norðurlandanna og birt var á síðasta ári sýna að hægt er að koma í veg fyrir þúsundir krabbameinstilfella ef færri reykja.

Árið 2014, þegar rannsóknin hófst, reyktu 14 prósent Íslendinga daglega. Ef allir Íslendingar hefðu hætt að reykja árið 2014, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 5.300 krabbameinstilfelli hér á landi fyrir árið 2045.
Samkvæmt rannsókninni væri hægt að koma í veg fyrir 2.600 krabbameinstilfelli á Íslandi fram til ársins 2045 ef hlutfall reykingafólks væri komið niður í fimm prósent árið 2030 og þrjú prósent árið 2040.

Ísland var fyrsta land heims til að banna að tóbak væri sýnilegt á sölustöðum og er almennt framarlega í alþjóðlegum samanburði á reykingaforvörnum.

Rannsakendur könnuðu einnig áhrif tiltekinna þekktra forvarnaraðgerða gegn reykingum, t.d. að hækka verð á tóbaki, banna reykingar á öllum vinnu- og þjónustustöðum, banna að tóbak sé sýnilegt á sölustöðum, staðla merkingar á tóbaksumbúðum og að hleypa af stokkunum herferðum í fjölmiðlum.

Ísland var fyrsta land heims til að banna að tóbak væri sýnilegt á sölustöðum og er almennt framarlega í alþjóðlegum samanburði á reykingaforvörnum. Rannsóknin bendir engu að síður til þess að koma megi í veg fyrir a.m.k. 2.100 krabbameinstilfelli næstu áratugi með því að efla forvarnir enn frekar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -