Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hælisleitandi barði fjórar dætur ítrekað með belti og skóm – Móðirin líka dæmd í fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður, sem fékk hér alþjóðlega vernd árið 2019, var fyrir helgi dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum. Fyrir Héraðsdómi Reykjaness var móðir þeirra líka dæmd í fangelsi, sex mánaða skilorðsbundið. Foreldrarnir voru einnig dæmdir til að greiða dætrunum miskabætur.

Ofbeldið gegn dætrunum átti sér oftast stað í svefnherbergi þeirra og sló faðirinn stúlkurnar þar til þær hættu að gráta. Lamdi hann þær allt að fjórum sinnum í viku og til þess notaði hann til dæmis belti, herðatré og skó. Morgunblaðið greinir frá.

Samkvæmt dómi á faðirinn að hafa látið dæturnar sitja á rúmi meðan barsmíðunum stóð og allar tilraunir þeirra til að verja sig báru ekki árangur. Maðurinn er þá sagður hafa þulið stærðfræðidæmi fyrir dæturnar og ef þær svöruðu vitlaust lamdi hann þær.

Fyrir dómi sagðist faðirinn saklaus og vildi meina að þegar dæturnar óhlýðnuðust væru þær látnar lesa Kóraninn. Fjölskyldan fékk dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Hjónin segjast hafa flúið heimaland sitt þar sem þau séu múslimar og maðurinn hafi sætt ofsóknum vegna samkynhneigðar sinnar. Þau kynntust árið 2007 en skildu árið 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -