Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Niðurbrotinn hælisleitandi: Lýsir harðræði sex lögreglumanna og neitað um innlögn á geðdeild

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mohammed Alswerki, 26 ára palestínskur flóttamaður, fullyrðir að sex íslenskir lögreglumenn hafi beitt sig harðræði síðastliðinn fimmtudag þegar hann gerði tilraun til að komast inn á geðdeild. Hann segir hafa verið í algjöru losti eftir handtökuna harkalegu.

Mohammed hefur þrátt fyrir ungan aldur upplifað hræðilega atburði, sem fæstir geta fyllilega ímyndað sér. Hann kemur frá Gaza en þaðan þurfti hann að flýja vegna þess að hann átti kærustu, það er stranglega bannað á hans heimaslóðum, þú verður að gifta þig. Hann var tekinn höndum og misþyrmt  hrottalega og í kjölfarið endaði hann á sjúkrahúsi.

Mohammed sá enga aðra leið en að yfirgefa Gaza og fjölskyldu sína þar til þess að halda lífi. Hann hefur fengið synjun Útlendingastofnunar einu sinni og bíður nú seinni úrskurðar.

Mohammed Alswerki

Mannlíf hitti Mohammed og þar blasti við niðurbrotinn ungur maður.

Áföll og geðheilsa

„Ég hef átt við mikinn geðheilsuvanda að stríða eftir allt það slæma sem hefur yfir mig gengið síðustu ár. Ég er þunglyndur, kvíðinn, með áfallastreituröskun og fæ mjög oft kæfandi tilfinningu og allt verður bara of mikið, ég verð þreyttur og langar að gefast upp. Ég var 22 ára þegar ég þurfti að flýja frá Gaza, yfirgefa líf mitt og fjölskyldu. Blaðamaður sér að hér er Mohammed við það að beygja af og spyr hann um fjölskyldu hans og ástandið á Gaza. Ég hef ekki getað náð sambandi við þau í nokkra daga en Ísraelsher sprengdi húsið þeirra og þau voru á götunni þegar ég heyrði í þeim síðast,“ segir Mohammed.

- Auglýsing -

Mohammed á foreldra og fimm systkyni, 18, 12,10,7 og 4 ára sem, búa á Gaza sem hann veit ekki hvar þau eru niður komin eða hvort þau séu yfirhöfuð lífs eða liðin.

Faðir Mohammeds
Móðir Mohammeds og einn bræðra hans
Systur Mohammeds eru 4 og 7 ára
Bræðurnir þrír eru 18, 12 og 10 ára

Geðlæknir hringdi á lögreglu

Mohammed hefur pappíra upp á svokallaðann opinn tíma hjá Geðdeild Landsspítalans, sem þýðir að hann má koma þegar ástand hans verður mjög slæmt. Það gerði Mohammed fimmtudaginn síðastliðinn en hann var þá við það að gefast upp, var orðin mjög þreyttur eins og hann lýsir sjálfur og þurfti sárlega á hjálp að halda. Ástandið varðandi fjölskyldu hans og samlanda, ofan á allt annað sem hann er að kljást við, fyrir var að sliga hann. Mohammed leitaði því á geðdeildina síðast fimmtudag en var vísað þaðan frá.

- Auglýsing -

Mohammed neitaði aftur á móti að yfirgefa spítalann. Að eigin sögn var hann rólegur og neitaði út fara þaðam út þar til hann fengi hjálp. Læknirinn bregður hins vegar á það ráð að hringja í lögregluna. Alls mættu sex lögregluþjónarnir á svæðið. Mohammed fullyrðir að lögreglumenn hafi ekkert hlustað á hann og hann tekinn með valdi og offorsi út af spítalanum.

Mohammed segir að sér hafi verið slengt harkalega í götuna hné sett í bakið á honum og þrengt hafi verið að hálsi sínum þannig hafi hafi ekki getað andað. Þar að auki hafi hann hlotið höfuðákverka. Hann segist hafa verið handjárnaður harkalega og er enn mjög þjáður eftir járnin. Þá segist Mohammed hafa verið dreginn eftir götunni og kastað inn í lögreglubíl sem sem fjórir lögregluþjónar eiga að hafa haldið honum föstum niðri í gólfinu og að minnsta kosti einn setið ofan á honum. Þegar hér er komið við sögu lýsir hann stöðunni þannig að hann hafi átti mjög erfitt með að anda og misst meðvitund.

Lögreglan hringir í kjölfarið í lækni og ákveðið er að flytja Mohammed með sjúkrabíl niður á Landspítalann í Fossvogi þar sem hlúð er að honum eftir bestu getu og hann fær að vera þar og ná áttum og hvíla sig. Þar er sérfræðilæknir sem úrskurðar að hann þarfnist innlagnar á geðdeild.

Mohammed hlaut áverka á höfði og höndum og er aumur um allan líkamann eftir meðhöndlun lögreglunnar.

Allt breytt en traustið farið

Allt í einu stóð Mohammed því til boða að leggjast inn á geðdeildina. Honum finnst mjög skrítið að allt í einu væri hægt að taka við honum og hjálpa honum en honum neitað upphaflega um aðstoð og lögreglunni sigað á hann nokkrum klukkutímum fyrr. Mohammed segir að hegðun sín hafi alls ekki verið ógnandi á nokkurn hátt og hann hafi verið mjög rólegur og hegðun hans því ekki verðskuldað nærveru sex lögregluþjóna.

Staðfesting frá lögfræðingi

Mannlíf hafði samband við Albert Björn Lúðvígsson lögfræðing Mohammeds og staðfesti hann að hann hefur fengið gögn frá Landspítalanum sem staðfesta atburðarásina. Í þeim gögnum kemur hvergi annað fram en að Mohammed hafi verið rólegur og alls ekki sýnt af sér ógnandi hegðun eða beitt ofbeldi af neinu tagi, né nokkrar aðrar neikvæðar athugasemdir. Albert staðfestir það að Mohammed hafi leitað aðstoðar Geðdeildar Landspítalans og neitað að fara eftir að honum var synjað um aðstoð. Lögregla var kölluð til og Mohammed hafi svo verið fluttur með sjúkrabíl frá lögreglustöðinni niður á Landspítalann í Fossvogi þar sem var talin þörf á innlögn á Geðdeild Landspítalans. Þetta kemur allt fram í gögnum sem hann kallaði eftir frá Landspítalanum.

Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá Rauða krossinum

Þráir eðlilegt líf

Mohammed er menntaður lögfræðingur og hann á sér þann eina draum að vera öruggur, fara í háskóla og klára það nám sem til þarf hér á landi til þess að öðlast lögfræðiréttindi og hjálpa fólki sem hefur þurft að þola svipað og hann hefur þurft að þola. Hann þráir stöðugleika og réttindi. Mohammed vill gifta sig eignast fjölskyldu og reyna að byggja sig upp eftir öll áföllin sem á honum hafa dunið.

Bíður með lífið í lúkunum

Eins og áður sagði bíður Mohammed eftir úrskurði áfrýjunar og verði honum synjað verður hann sendur til Grikklands þar sem hann verður að búa á götunni, peningalaus og allslaus. Það er ekkert líf fyrir flóttafólk í Grikklandi segir Mohammed.

„Venjulegt fólk hugsar um Grikkland sem fallegan stað fyrir sumarfrí en raunveruleiki okkar flóttamannanna er allt annar, hræðilegur. Ég upplifði versta tíma lífs míns úti í Grikklandi og ég bara get ekki farið þangað aftur og ekki get ég farið til Gaza. Mér finnst eins og fólk haldi að allt flóttafólk komi til Íslands til þess að lifa á kerfinu hér en sannleikurinn er sá að við höfum ekki kennitölu og megum því alls ekki vinna né nokkuð annað. Við verðum að sitja og bíða okkar dóms frá Útlendingastofnun sem snýr öllum sem hafa haft viðkomu á Grikklandi við á forsendum Dyflinnarákvæðisins. Það er ekki verið að skoða mál einstaklinga það er bara athugað hvort ekki sé hægt að hafna og það er gert. Við erum öll fólk með okkar sögu, við erum ekki öll með sömu söguna og þetta er ekki sanngjörn meðferð,“ segir Mohammed.

Hér að ofan má sjá svipmyndir frá flóttamannaeyjunni Chios, Grikklandi.

Svona var farið með Mohammed í Grikklandi, hann var pyntaður hrottalega.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -