Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hælisleitendur sem neita Covid prófi fá aftur þjónustu – Fordæmisgefandi segir lögmaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. Þetta kemur frá í frétt á Vísi í dag.

Ólögmætt að fella niður þjónustu

„Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins í viðtali við fréttastofu.

Hann fagnar niðurstöðunni en umræddur maður lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. Í október var tekin sú ákvörðun að vísa honum úr landi og staðfesti Kærunefnd útlendingamál þá ákvörðun í janúar.

Í október síðastliðin ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu og staðfesti kærunefnd þá ákvörðun og staðfesti Kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí var fékk maðurinn tilkynningu um frest til 17. þess mánaðar til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“

Fordæmisgefandi segir lögfræðingur

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Vísis taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Var honum tilkynnt að annars myndi þjónusta við hann falla niður. Var manninum vísað úr húsnæði stofnunarinnar nokkrum dögum síðar.

Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður.

Magnús segir í viðtalinu nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu þar sem hann telji niðurstöðuna fordæmisgefandi.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -