Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

„Hælisleitendur eru bara fólk eins og við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hælisleitendur eru bara fólk eins og við,“ segir Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Mannlíf. Hún fór niður á Austurvöll til að sýna samstöðu með hælisleitendum sem mótmæltu þar um miðjan marsmánuð.

Mótmæli hælisleitenda á Austurvelli um miðjan marsmánuð vöktu mikla athygli en þau voru líka umdeild. Til ryskinga kom á milli mótmælenda og lögreglu og á samfélagsmiðlum mátti greina talsverða vandlætingu á framferði hælisleitenda. En þeir voru líka margir sem tóku undir málstað þeirra, meðal annars um slæman aðbúnað þeirra og afskiptaleysi stjórnvalda. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, tilheyrir þeim hópi.

„Ég lít þannig á náungann að ég elska náungann,“ sagði Agnes í viðtali við Mannlíf á föstudaginn.

„Hælisleitendur eru bara fólk eins og við en flestir þeirra hafa upplifað miklu erfiðari lífsreynslu en við flest hér á Íslandi vegna þess að þau hafa þurft að flýja sitt land, flýja frá ófriði. Þau eru að sækjast eftir friði og þau eru að sækjast eftir mannréttindum. Þetta vil ég styðja.“

„Ég fór niður á Austurvöll því það er ekki nóg að tala.“

Agnes bætir við að hluti þess fólks sem hafi verið á Austurvelli hafi nýtt sér þjónustu kirkjunnar.

„Ég fór niður á Austurvöll því það er ekki nóg að tala, það verður líka að fylgja því eftir sem maður er að segja. Maður verður að lifa í samræmi við boðun sína. Það er ég að reyna að gera, meðal annars með því að vera nærverandi í eigin skinni á Austurvelli til að sýna að mér er ekki sama um þau og hjálpa þeim að ná áheyrn. Af því að þau langar til að tala við þau sem hér ráða og búa til lögin fyrir okkur.“

Lestu viðtalið við Agnesi í heild sinni hérna: „Við eigum að vera í góða liðinu“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -