Þriðjudagur 24. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hænur um borg og bý

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Vesturbæjargrúppunni (eins og öðrum hverfishópum á Facebook)  hefur frá upphafi verið mikið af auglýsingum um fundna og týnda ketti (undirrituð er Vesturbæingur og fylgist vel með hópnum) og hafa sumir grínast með það að það sé einfaldlega ólöglegt að eiga ekki kött í Vesurbænum. Hundar læðast jú líka inn í hópinn.

En nú er farið að bera meira á þriðja dýrinu: Hænum. Margt bendir til að hænsnahald hafi stóraukist innan borgarmarkanna frá því Reykjavíkurborg gaf leyfi fyrir því árið 2014. Hanar eru aftur á móti bannaðir af eðlilegum ástæðum: Hávaða.

Kettirnir girnast hænurnar

Þess má geta að týndu kettirnir hafa MIKINN áhuga á týndu hænunum!

Anna Sigga býr í Vesturbænum og er með 3 hænur, Skellibjöllu, Þrúði og Bínu fínu.

Anna Sigga segist alltaf hafa verið hrifin af hænum og ákveðið að láta vaða á endanum. „Fyrst kom Bína fína og svo bættust Skellibjalla og Þrúður í hópinn. Skellibjalla fékk nafnið því hún er fjörugust, Bína fína því hún er svo drottningarleg og Þrúður er í höfuðið á frænku minni sem fannst nafngjöfin rosalega fyndin.“

- Auglýsing -

Vinna, en þess virði

Að sögn Önnu Siggu þurfti hún að hafa fyrir hænsnahaldinu. „Ég byrjaði á að ræða við fjölskylduna en þau voru öll mjög jákvæð og spennt. Því næst las ég allt sem ég fann um umhirðu hæsna, aðbúnað, fæði og annað slíkt. Að því loknu þurfti ég að fá skriflegt samþykki nágranna minna en þau voru öll svo elskuleg að samþykkja. Að lokum bjuggum við til aðstöðu fyrir þær, byggðum kofa og lokuðum af garðinum. Ég sendi síðan samþykki nágrannana og myndirnar til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og fékk samþykki. “

Aðspurð um flóttatilraunir segir Anna Sigga elskurnar sínar ekkert reynt að flýja og þeim komi prýðilega vel saman.

- Auglýsing -

En hvað er best við hænsnahaldið? ,,Stórt er spurt! Þær eru eins og hver önnur gæludýr, jú, það þarf að hafa fyrir þeim en mér þykir afar vænt um þær. Þær hafa hvern sinn karakter og ekki er verra að fá fersk egg á hverjum morgni!” segir Anna Sigga og kímir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -