Laugardagur 28. desember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Hitti átrúnaðargoðið og átti erfitt með sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýtt hlaðvarp um veiði og veiðitengd mál er farið í loftið. Umsjónarmenn þess eru í skýjunum með viðtökurnar.

„Undirtektirnar hafa komið skemmtilega á óvart. Þær eru miklu meiri en við bjuggumst við, því satt að segja vissum ekki hvernig viðbrögðin yrðu, hvort 25 eða 2.500 manns kæmu til með að hlusta. En yfir þúsund hlustendur hafa nú þegar hlýtt á fyrsta þáttinn og við náðum á listann yfir mest spiluðu hlaðvörpin á iTunes. Þannig að þetta er skemmtilegt, eiginlega bara alveg geggjað,“ segir Hafsteinn Már Sigurðsson, annar umsjónarmanna nýs hlaðvarps um veiði sem fór í loftið á dögunum og hefur þegar vakið lukku.

Hlaðvarpið sem kallast Flugucastið einblínir á fluguveiði og veiðitengd málefni en í hverjum þætti fá þeir Hafsteinn og félagi hans, Sigþór Steinn Ólafsson, til sín nýjan gest sem deilir meðal annars með þeim veiðisögum og gefur ýmis ráð varðandi veiði og einstaka veiðistaði. „Við fáum einn viðmælanda í hvern þátt og þeir koma inn á allt þetta, segja líka til dæmis frá uppáhaldsánni sinni og -flugunni og svo framvegis og fara síðan í gegnum sína veiðisögu, hvernig þeir hafi byrjað að veiða, „gæda“ eða unnið í veiðikofa,“ lýsir hann.

„Það var geggjað að fá hann, sjálft átrúnaðargoðið manns til að segja sína sögu … Við Sigþór vorum alveg með stjörnur í augum.“

Þeir félagar hafa þegar fengið til sín nokkra góða gesta, þeirra á meðal eru veiðimennirnir Björn K. Rúnarsson, Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, sem hefur í samstarfi við félaga sína fjallað á samfélagsmiðlum um veiði, og síðast en ekki síst Eggert Skúlason sem gerði á sínum tíma hina vinsælu veiðiþætti Sporðaköst en Hafsteinn segir að það hafi verið sannkallaður heiður að spjalla við hann.

„Það var geggjað að fá hann, sjálft átrúnaðargoð manns til að segja sína sögu og söguna á bak við Sporðaköst sem ollu auðvitað straumhvörfum fyrir tuttugu árum. Við Sigþór vorum alveg með stjörnur í augum,“ segir hann og getur þess að sumir gestanna ljóstri upp ýmsum áhugaverðum leynitrixum. „Þetta er alls konar fróðleikur sem getur nýst byrjendum jafnt og þeim sem eru lengra komnir.“

Með ólæknandi veiðibakteríu

Spurður hvernig hugmyndin að hlaðvarpinu hafi kviknað segir Hafsteinn að þeir Sigþór séu báðir miklir áhugamenn um veiði. Sigþór hafi stundað allt frá fluguhnýtingum yfir í leiðsögn víðsvegar um landið og sjálfur kveðst Hafsteinn hafa fengið veiðbakteríuna á þrítugsaldri og verið ólækandi síðan. Þeir hafi svo hvor í sínu lagi gengið með þá hugmynd í maganum að fara af stað með hlaðvarp um veiði, en það hafi ekki verið fyrr en sameiginlegur vinur kynnti þá að þeir ákváðu að gera eitthvað í málunum. „Þannig að við þekktumst ekkert áður en bara smullum saman og upp úr því varð Flugucastið til.“

- Auglýsing -

Fjórir þættir af Flugucastinu hafa þegar litið dagsins ljós, en nýr þáttur fer í loftið á hverjum fimmtudegi og segir Hafsteinn ýmislegt spennandi vera á döfinni. Þannig sé til dæmis von á stórum nöfnum úr veiðinni en hann segir hins vegar ekki tímabært að segja nánar frá þeim að svo stöddu. Fólki verði bara að fylgjast með.

En hvar er hægt að nálgast hlaðvarpið?
„Flugucastið er aðgengilegt á Apple Podcasts, Soundclouds og Spotify,“ svarar Hafsteinn. „Svo er hlaðvarpið á Facebook undir Flugucastið en þar verður hægt fylgjast með fréttum af nýjum þáttum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -