Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hætti að drekka til að bjarga sambandinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar Haraldur Þorleifsson stofnaði stafræna hönnunarfyrirtækið Ueno árið 2014 var hann eini starfsmaður þess og hafði engin plön um stækkun. Fimm árum síðar eru starfsmennirnir orðnir 65 og skrifstofur fyrirtækisins þrjár, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Haraldur hefur þó engan veginn fetað beinu brautina í átt að þessum árangri.

 

Haraldur er á forsíðu Mannlífs. Í viðtalinu ræðir hann meðal annars æskuna, starfsferilinn og drykkjuna.

Haraldur var að eigin sögn meira og minna fullur frá 2004 til 2011 en þá hafi honum orðið ljóst að ef hann ætti að eiga möguleika á því að funkera innan sambandsins sem hann var í við konuna sem er eiginkona hans í dag, Margréti Rut Eddudóttur, yrði hann að hætta að drekka.

„Ég hafði hugsað um að hætta mjög lengi,“ segir hann. „En það sem gerði útslagið var að ég lenti í rifrildi við konuna mína, sem var kærastan mín þá, og ég sá fram á það að ef ég hætti ekki að drekka myndum við ekki ná að vera saman. Ég ætlaði að fara í meðferð en konan mín þurfti að fara í vinnuferð og ég ákvað að drekka í eina viku á meðan hún væri í burtu og fara svo í meðferð. Meðan ég var á þeim túr hitti ég vin minn og sagði honum frá þessari ákvörðun og hann spurði hvers vegna ég hætti ekki bara að drekka án þess að fara í meðferð. Ég hugsaði, já, hvers vegna ekki? Og hætti síðan bara að drekka. Ég fór á tvo AA-fundi en þeir voru ekki fyrir mig. Ég er ekki trúaður og þessir fundir sem ég fór á voru mjög trúarlegir.“

Eitthvað hlýturðu samt að hafa þurft að gera, eða hvað? Breyttirðu um lífsstíl og fórst að stunda hugleiðslu eða hvað gerðirðu?

„Nei, veistu þetta var ekkert mál,“ segir Haraldur og hlær. „Ég hefði sjálfsagt þurft að vinna eitthvað í sjálfum mér en ég held ég hafi bara lokað á það eins og annað. Ég er mjög gallaður. Ég hef alveg hugleitt, tek spretti þar sem ég er að hugleiða og gera ýmislegt. Ég hef farið til sálfræðinga, er á þunglyndislyfjum og alls konar, en það er ekkert systematískt.“

„Ég hef farið til sálfræðinga, er á þunglyndislyfjum og alls konar.“

- Auglýsing -

Hefur þunglyndi háð þér í gegnum tíðina?

„Já, ég get ekki neitað því,“ segir Haraldur eftir dálitla umhugsun. „Ég get ekki alveg áttað mig á því hvenær það byrjaði en ætli það hafi ekki verið þegar mamma dó. Ef ég man rétt þá var ég frekar hamingjusamur krakki en svo byrjaði líkamlegi sjúkdómurinn sem ég er með líka að þróast á unglingsárunum,“ segir Haraldur meðal annars.

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

- Auglýsing -

Myndir / Ueno

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -