Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hætti hjá Gæslunni vegna ruddamenningar: „Það var á allra vitorði drykkja um borð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum starfsmaður sjódeildar Landhelgisgæslunnar lýsir í samtali við Mannlíf óæskilegri menningu innan skipa Gæslunnar.

Starfsmaðurinn fyrrverandi vill ekki koma undir nafni af ótta við að þekkjast. Sjálfur hætti hann vegna menningarinnar sem þar þrífst. „Drykkja og kynferðismál voru nánast daglegt brauð af allri áhöfninni, fyrir utan mig og góðan vin minn sem hætti einnig.“

Hvað varðar drykkju um borð segir maðurinn að hún hefði verið á allra vitorði. „Það var á allra vitorði drykkja um borð, bæði yfirmenn og undirmenn. Yfirmenn komu oft blindfullir eftir skoðun um borð í rússatogurunum t.d. Ég er viss um að Georg (Lárusson, forstjóri Gæslunnar) hafi vitað það, því kvörtun var send vegna þessa, jafnvel fleiri.“

Þá segir starfsmaðurinn að Thorben Lund eða Tobbi eins og hann kallar hann, sé „langt í frá því að vera sá versti.“ Tekur hann sem dæmi að samkynhneigður fyrrum stýrimaður hafi leitað á sig á sínum tíma og kemur með fleiri dæmi. „Konurnar, sem voru hásetar eða hjálparhellur í eldhúsi, voru endalaust að þukla á okkur (kannski uniformið, ég veit það ekki) og öfugt.“ Einnig segist starfsmaðurinn fyrrverandi aldrei hafa orðið vitni að karli leita á konu af fyrra bragði. „Ein hélt m.a við skipherra (sem er giftur) til að tryggja sjálfan sig. Hún varð þess valdandi t.d einu sinni að tveir vinnufélagar mínir gætu hafa látið lífið eða slasast illa.“

„Þannig var mál með vexti að Gæslan var á æfingu með dönsku varðskipi.
Gæslan átti semsagt að taka hann í tog á Týr. Stýrimaður skýtur úr tunnubyssu yfir í Danann. Konan hélt á fötu með stóra lásnum sem festist við vírinn. Áður en samkvæmt venjulegri framkvæmd að toga vírinn yfir, tístir hún eitthvað og hlær og hendir fötunni í sjóinn og fer beint í skrúfuna hjá okkur. Á sama tíma eru mennirnir tveir að klára að leggja niður tógið við síðuna (grindur uppi). Annar þeirra var einhverra hluta vegna að líta á skotið og sá því að hún henti fötunni í sjóinn. Það gerist mjög hratt þegar þetta fer allt í skrúfuna og togar þvi tógið þeirra, sem þeir voru að vinna við, strax í og fer í skrúfuna. Mennirnir tveir voru fyrir innan tógið vegna niðursetningar í smástund, og nær annar þeirra rétt svo að hrinda félaga sínum frá og stökkva sjálfur. Að öðrum kosti hefðu þeir klemmst og líklega farið í tvennt. Þessi kona hélt við skipherrann.“
Eftir þetta var haldinn fundur og ætlaði yfirmaður Gæslunnar að fara vel yfir þetta atvik. „Í sömu svipan kemur skipherrann inn og segir; þetta atvik verður ekki rætt!“

Að lokum ræðir starfsmaðurinn fyrrverandi mál skipherrans Thorben Lund sem nú er undir rannsókn vegna meints kynferðislegs áreitis á hendur tveggja kvenna sem starfa á varðskipinu Tý. „Það liggur miklu meira að baki en að Tobbi hafi brotið af sér kynferðislega. Ég hef heyrt frá núverandi starfsmanni að Tobbi hafi stöðvað stutt samband með viðkomandi konu, og því hafi verið kvartað. Ég get þó ekki fullyrt neitt því ég hef ekki talað við Tobba sjálfan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -