Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Hættustigi lýst yfir á Sjúkrahúsinu á Akureyri – Covid smitaður sjúklingur komin á gjörgæslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúv.is greindi frá því rétt í þessu að hættustigi hafi verið lýst yfir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ástæðan er sú að nú liggur Covid smitaður sjúklingur í öndunarvél á gjörgæslu. Ekki er enn vitað hver áhrifin af þessu verður á starfsemi spítalans.

Í samtali við Rúv segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækniga á sjúkrahúsinu, að sjúkrahúsið hafi nú verið fært af óvissustigi og yfir á hættustig. Slíkt er gert þegar covid sjúklingur er lagður inn á legudeild.

„Það er það viðbragð sem er í okkar viðbragðsáætlun. Það þýðir að viðbragðsstjórnin fundar daglega og við förum að huga að því hvað við þurfum að gera í starfseminni til að geta sinnt þessum sjúklingum og hugsanlega fleiri sjúklingum sem koma í innlögn eins og hefur verið í undanförnum bylgjum,“ segir Sigurður við Rúv.

Samkvæmt Sigurði mun það koma í ljós á næstu dögum og vikum, hvort það raski mikið starfseminni að sjúkrahúsið sé á hættustigi og það fari einnig eftir því hvort fleiri sjúklingar þurfi að leggjast inn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -