Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Hafa opnað heimasíðu og geta tekið á móti umsóknum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Málfrelsissjóðs opnuðu í gær vefsíðu fyrir sjóðinn og geta nú tekið við umsóknum frá þeim sem er gert að greiða málskostnað eða skaðabætur vegna ummæla um kynferðisbrot.

Markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við þolendur kynbundins ofbeldis og stuðningsfólk þeirra sem hefur verið dæmt fyrir ærumeiðingar vegna umfjöllunar um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi.

Það er ár síðan söfnun í sjóðinn var sett á laggirnar og á einum mánuði söfnuðust 3.767.000 krónur. 

„Baráttan fyrir tjáningarfrelsi um kynbundið ofbeldi er okkur öllum mikilvæg – kærur gegn brotaþolum kynbundins ofbeldis og stuðningsfólki þeirra fær ekki lengur að berja þau niður, ekki svo lengi sem sjóðurinn stendur,“ var þá haft eftir stjórninni í tilkynningu þegar söfnuninni lauk.

Vinna sjálfboðavinnu og treysta á frjáls framlög

Öll vinna í kringum sjóðinn er unnin í sjálfboðavinnu.

- Auglýsing -

„Málfrelsissjóður treystir á frjáls framlög til að viðhalda starfsemi sinni í þágu brotaþola og stuðningsfólks þeirra. Starf stjórnarmeðlima er sjálfboðastarf svo hver króna nýtist þeim sem þurfa á styrk sjóðsins að halda. Hver króna hjálpar. Ekkert framlag er of lítið. Hægt er að leggja inn á sjóðinn með bankamillifærslu,“ segir á nýja vefnum.

Fyrir áhugasaga eru þetta upplýsingar til að leggja inn á reikning Málfrelsissjóðs: kennitala: 561219-2060, reikningsnúmer: 0133-26-201240.

Í stjórn sjóðsins sitja Sóley Tómasdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir og Anna Lotta Michaelsdóttir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -