Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hafa safnað 40 millljónum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsvarsmenn Lýðháskólans á Flateyri hafa safnað um fjörutíu milljónum sem dugar til að reka skólann í eitt ár. Formaður samtaka lýðháskóla í Danmörku og skólastjóri Ubberup-lýðháskólans segir að lýðskólar auki breidd í námi og dragi úr brottfalli úr því.

„Við erum búin að tryggja fyrsta starfsár Lýðháskólans á Flateyri. En svo hníga öll rök til þess að nám við lýðháskóla verði fjármagnað eins og annað nám á Íslandi, með mótframlagi frá ríkinu,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Lýðháskólans á Flateyri.

Forsvarsmenn skólans hafa safnað um fjörutíu milljónum sem dugar til að reka skólann í eitt ár. Stór hluti af fénu kemur frá sveitarfélögum á Vestfjörðum, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík en svo leggja stéttarfélög í púkkið. Margir íbúar á Flateyri styrkja hann líka mánaðarlega. Skólinn er nýstofnaður og tekur til starfa í haust.

Runólfur var á meðal mælenda á ráðstefnu LungA-skólans á Seyðisfirði, Lýðháskólans á Flateyri og UMFÍ um lýðháskóla á Íslandi í vikunni. Lög um lýðháskóla hafa aldrei verið fest hér á landi en stefnt er að því að mæla fyrir frumvarpi um það fyrir þinglok.

Lisbeth Trinskjær, formaður samtaka lýðháskóla í Danmörku og skólastjóri Ubberup-lýðháskólans, var með erindi á ráðstefnunni. Hún sagði mikilvægt að hafa lýðháskóla hér. Það muni auka mjög breidd í námi og draga úr brottfalli úr því. En ímynd skólanna verði að breytast hér. Á Íslandi sé litið á lýðháskóla sem kost fyrir námsfólk sem eigi erfitt með að fóta sig. Öðru máli gegni í Danmörku. Þar sendi forstjórar stórfyrirtækja og efnameira fólk börn sín í miklum mæli í lýðháskóla því víðsýni þeirra aukist til muna.

Mynd: Runólfur Ágústsson var á meðal mælenda á ráðstefnu LungA-skólans á Seyðisfirði, Lýðháskólans á Flateyri og UMFÍ um lýðháskóla á Íslandi í vikunni. Hann segir mikilvægt að ríkið styðji við bakið við lýðháskólum hér með sama hætti og gert er í Danmörku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -