Á fjórða hundrað fyrirtæki hafa sótt um COVID-lokunarstyrki fyrir tæpar 400 milljónir króna.
Alls hafa 367 fyrirtæki sótt um samtals 392 milljónir króna á þeim mánuði sem liðinn er frá því að opnað var fyrir umsóknir, að því er fram kemur umfjöllun RÚV sem byggð er á gögnum frá Skattinum. Búið er að greiða 264 þeirra út 271 milljón, en ráðgert var að styrkirnir gætu numið tveimur og hálfum milljarði.
Lokunarstyrkir eru hugsaðir sem úrræði til að koma til móts við þau fyrirtæki sem urðu fyrir tjóni þegar þeim var skipað að loka vegna COVID-19 faraldursins. Styrkirnir eru að hámarki 2,4 milljónir hver.