Icelandair hefur tapað tæpum 45 milljörðum króna á árinu. Forstjóri félagsins segir að rekja megi tap upp á rúma 30 milljarða til áhrifa kórónaveirufaraldursins.
Icelandar tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem félagið hefur skilað til Kauphallarinnar. Samtals hefur félagið tapað tæpum 45 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að COVID-19 faraldurinn hafi haft mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins. Rekja megi tap upp á rúma 30 milljarða til áhrifa kórónaveirufaraldursins.
Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar er meðal annars haft eftir Boga að gripið hafi verið til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að draga úr kostnaði, þar á meðal uppsagna og skipulagsbreytinga. RÚV greinir frá þessu.