í dagbók lögreglu kemur fram að óskað var eftir aðstoð í heimahús í Grafarvogi vegna ofurölvi einstaklings sem hafði í hótunum við heimilisfólk; var búinn að eyðileggja muni á heimilinu. Var einstaklingurinn tekinn höndum og vistaður í fangaklefa.
Þá tiltekur lögregla nokkur mál þar sem fólk varð til vandræða vegna mikillar ölvunar.
Strætóbílstjóri óskaði eftir hjálp lögreglu vegna ölvaðs einstaklingi sem lét öllum illum látum í strætisvagni.
Einnig var óskað eftir að aðstoð lögreglu á veitingastað í Laugardal vegna ofurölvi einstaklings sem neitaði að yfirgefa staðinn.
Í Breiðholtinu var bifreið stöðvuð því ökumaður hennar ók gegn rauðu ljósi; kom í ljós að ökumaðurinn var 16 ára; foreldrum og barnavend var kynnt málið.